Prestar vilja staðfesta samvist samkynhneigðra

Frá prestastefnu Ég verð að viðurkenna að það kemur mér nokkuð á óvart hversu afgerandi prestar virðast styðja að veita heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra. Niðurstaða þessarar skoðanakönnunar hlýtur að teljast afgerandi, enda 2/3 presta skv. henni hlynntir þessu. 

Tekist hefur verið á innan þjóðkirkjunnar um þessi mál árum saman, en eins og flestir vita var tillaga presta og guðfræðinga um að prestum yrði heimilað að annast hjónavígslu samkynhneigðra felld á prestastefnu á Húsavík í apríl.

Þessi niðurstaða segir sína sögu að mörgu leyti. Tímarnir virðast vera að breytast og þunginn í þá átt að horfa fram á veginn virðist ekki síður vera kominn til sögunnar innan stofnana þjóðkirkjunnar en á öðrum stöðum. Það verður fróðlegt að sjá hver staða málsins verður á næstunni.

Eins og sást á prestastefnu í vor var til staðar blokk innan þjóðkirkjunnar sem vildi fara alla leið. Þessi könnun sýnir að þessi skoðun er almennari innan kirkjunnar en mörgum hefði sennilega órað fyrir.

mbl.is Meirihluti presta hlynntur heimild til að staðfesta samvist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Kæri Stefán! Það sem gerðist á Prestastefnu á Húsavík var að mikill meirihluti presta felldi tillögu um að skorað yrði á Alþingi að breyta hjúskaparlögum þannig að lög um staðfesta samvist annars vegar og lög um hjónaband hins vegar rynnu saman í ein.

Samkvæmt þessari könnun er töluverður meirihluti presta á hinn bóginn hlynntur því að þeir fái að annast lagalegan hluta staðfestrar samvistar.

Þetta eru sum sé ekki alveg sömu hlutirnir.

Kveðjan best,

Svavar Alfreð

Svavar Alfreð Jónsson, 21.8.2007 kl. 15:47

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð og þörf ábending hjá síra Svavari.

Jón Valur Jensson, 21.8.2007 kl. 15:53

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Svavar

Þakka þér fyrir þetta komment og upplýsingarnar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.8.2007 kl. 15:53

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það var gott að séra Svavar tók af skarið/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 21.8.2007 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband