Natascha og Stockholm syndrome

Natascha Kampusch Það hefur ekki farið framhjá neinum að austurríska stúlkan Natascha Kampusch, sem haldið var fanginni í um áratug var illa haldin af Stockholm syndrome er yfir lauk. Eftir prísundina vorkenndi hún allra mest þeim sem hafði rænt henni og haldið henni fanginni. Fyrir þá sem ekki vita á nafngiftin fyrirmynd sína í bankaráninu í Kreditbanken í Stokkhólmi í ágúst 1973. Þar héldu bankaræningjar fjölda fólks sem gíslum sínum í fimm daga.

Að bankaráninu loknu snerust gíslarnir til varnar fyrir þá sem héldu þeim föngnum og höfðu gjörsamlega verið heilaþvegnir. Alla tíð síðan hefur nafngiftin yfir tilfelli af þessum toga verið kennd við ránið athyglisverða í Stokkhólmi. Það má svo sannarlega fullyrða að fyrst að hægt sé að heilaþvo fólk í gíslingu eftir fimm daga yfirráð sé staðan enn verri þegar að fimm ár eru liðin. Það sást vel fyrr á þessu ári er Shawn Hornbeck slapp úr áralangri prísund Michael Devlin.

Natascha Kampusch var svo þungt haldin af Stokkhólms-heilkenninu að hún syrgði manninn sem hélt henni í tæpan áratug sem gísl sínum er hún vissi að hann hefði fyrirfarið sér. Hún reyndar stakk hann af en hún hafði greinilega lifað sama lífi og Shawn Hornbeck í langan tíma. Hún var undir stjórn viðkomandi og heilaþvegin af drottnun hans. Þetta eru skelfileg örlög og sennilega eitt frægasta umhugsunarefni sálfræðinnar. Drottnun af þessu tagi er skelfileg og umhugsunarverð að öllu leyti.

Eitt frægasta fórnarlamb Stokkhólms heilkennisins er auðjöfraerfinginn Patty Hearst. Henni var rænt og haldið sem gísl í þónokkurn tíma. Hún varð svo heilaþvegin að hún gekk til liðs við þá sem rændu henni og var þátttakandi í ráni með þeim. Sorgleg örlög.

mbl.is Natascha Kampusch segist vorkenna þeim sem hélt henni fanginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Svo má kannski segja að þýska þjóðin hafi orðið fyrir þessu milli 1933 og 1945. Þeim var ekki rænt eins og Natöschu og fleirum, en það kæmi mér ekki á óvart ef svipað sálfræðilegt ferli væri í gangi.

Villi Asgeirsson, 22.8.2007 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband