Ellý læsir bloggsíðu sinni

Ég tók eftir því í gærkvöldi að Ellý Ármanns hefur lokað vefsíðu sinni - sett lás á hana og þarf nú að sækjast eftir lykilorði til að lesa vef Ellýjar. Þetta vekur athygli, enda hefur þetta verið ein vinsælasta vefsíðan á netinu undanfarna mánuði og hún náði metlesningu með vefinn hér í vor en síðan hefur þetta rokkað upp og niður. Rósrauðar sögur Ellýjar um ástina, klám, kynlíf og allt þar á milli hafa vakið athygli og sitt sýnist hverjum um þær. Sumum finnst gengið allt of langt á meðan að aðrir njóta þessara skrifa eflaust í botn.

Þessi vefsíða hefur aldrei stuðað mig eitthvað sérstaklega. Hef stundum litið þar inn. Sögurnar hennar Ellýjar hafa vissulega verið mjög misjafnar og vakið athygli fyrir að ganga ansi langt. Það var drjúgur lesendahópur sem sótti í þessi skrif og fannst gaman af þeim, meðan að öðrum fannst notalegt að pirra sig yfir þeim en gat þó ekki hætt að fylgjast með þeim, sem segir eflaust meira um aðdráttaraflið á síðuna frekar en margt annað í raun. Heilt yfir var þessi vefsíða nýtt og líflegt sjónarhorn á netið hérna heima.

Það er val fólks hvort að það les vefsíðu eður ei. Persónulega hef ég alltaf hætt að lesa síður sem mér finnst ekki varið í eða vil ekki lesa. Nógu langur er vefrúnturinn svosem fyrir og ekki vantar vefsíður sem vekja athygli á hverjum degi. Endalaust bætast við fleiri bloggarar. Þetta er misjafn hópur, hver skrifar með sínum hætti og hver kemur með nýja nálgun á umfjöllunarefnið sem skrifað er um. Sumir skrifa um lífið sitt, aðrir eru fræðilegir, sumir skrifa um fréttir og aðrir taka fyrir heitari mál; t.d. Ellý.

Það verður áhugavert að sjá hvort að Ellý ætlar að hafa lás á síðunni og hvort þetta sé hin nýja stefna. Þeir sem raunverulega vilji verði að sækja sér passa í rauðu veröldina. Má vera. Það sést þá sennilega best hverjir virkilega vilja lesa rósrauðar sögur með erótísku ívafi á borð við þær sem Ellý hefur orðið svo fræg fyrir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Hún er þrælsniðug. Þetta er allt hluti af prógramminu. Bíðum bara og sjáum næstu skref hjá henni. Ég giska á bók eða önnur síða með léninu elly.is eða eitthvað svoleiðis. Þar verður allt fullt af auglýsingum. Peningar tala og þeir láta ekki vinsæla manneskju eins og Ellý afskiptalausa. Það er búið að kaupa hana, held ég.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 31.8.2007 kl. 15:47

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Guðmundur J: Spennandi að sjá fyrirætlanir hennar. Eflaust er þetta liður í einhverri markaðssetningu.

Guðmundur R: Góðar pælingar. Mjög sammála þeim. Ellý hefur byggt mikið prógramm í kringum þetta og eflaust áhugavert að sjá hvað er næst. Þegar að hún startaði vefnum óraði mig ekki fyrir svona mikilli bylgju, bæði lesningar og að hún myndi enda sem svo erótískur penni. En hún virðist vera í mikilli markaðssetningu og þetta er varla endir hennar.

Árni: Af hverju ertu hissa? Af hverju ætti ég að stuðast vegna skrifa Ellýjar. Ég les bara það sem ég vil lesa. Ellý var ekki á daglegum lestrarlista en stundum fór ég þangað inn, ef fyrirsögnin var nægilega krassandi. Fann ekkert að því að fara þangað. Hef ekki lagt í vana minn að kvarta yfir bloggsíðum sem ég er ekkert hrifinn af, þó að sumir geti varla bloggað nema um nöldur sitt í garð tiltekinna vefsíðna; umfjöllun sem mér finnst hlægileg að mjög miklu leyti. Ef maður þolir ekki einhvern vef á að hætta að lesa hann. End of story. En það verður fróðlegt að sjá hvað Ellý ætlar að gera.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 31.8.2007 kl. 16:51

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Takk... þetta var áhugavert og núna ætla ég að biðja um lykilorðið.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.8.2007 kl. 18:04

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Las aldrei neitt sem hún skrifaði  - var ég að missa af einhverju ?
Ég á von á því að hún sendi mér lykilorðið.

Óðinn Þórisson, 1.9.2007 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband