Umdeild uppsögn Þóru Kristínar á Stöð 2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Ég verð að viðurkenna að ég varð mjög hissa á uppsögn Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur af Stöð 2, sem opinberuð var fyrr í dag. Hún hlýtur að teljast mjög umdeild, enda um að ræða fréttamann sem verið hefur mjög áberandi í pólitískri umfjöllun stöðvarinnar. Það hefur mikið verið talað um að stöðin hafi veikst undanfarna mánuði með brotthvarfi öflugs fólks. Stutt er síðan að Brynhildur Ólafsdóttir ákvað t.d. að hætta og fór til Saga Capital og listinn er orðinn mjög langur.

Það virðist vera sem að persónulegar deilur hafi valdið þessari uppsögn, ekki það að fréttamaðurinn hafi brugðist. Ef marka má fréttina hefur Þóra Kristín ekki verið hlynnt því að upplýsingafulltrúi síðasta forsætisráðherra Framsóknarflokksins yrði fréttastjóri og er hún varla ein um þá skoðun. Heilt yfir tel ég Þóru Kristínu hafa verið öfluga í sínum störfum, þó vissulega sé hún dóttir fyrrum þingmanns Samfylkingarinnar og Alþýðubandalagsins. Það hefur aldrei litað hana í mínum augum og ég hef frekar metið reynslu hennar mikils en hitt.

Ég held að þessi uppsögn veiki enn frekar fréttastofu Stöðvar 2. Eins og Pétur Gunnarsson og fleiri menn með tengsl við nýja fréttastjórann hafa bent á hefur verið flótti af Stöð 2 og margir reyndir lykilfréttamenn þar horfið á braut. Nú er enn einn þeirra að hætta, hafandi verið vísað á dyr. Það vekur mikla athygli að vildarvinir fréttastjórans á Eyjunni hafa ekkert fjallað um uppsögn Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur. Fréttastjórinn sem rak Þóru Kristínu var lengi vel einn öflugasti bloggari landsins en virðist hættur því. Þar er ekkert skúbb í dag.

Það hefur mikið verið talað um framtíð fréttastofu Stöðvar 2. Margir töldu hana feiga í sumar. Svo fór þó ekki. Sigmundi Erni var þó hnikað til í óljós verkefni og Steingrímur Sævarr settur í staðinn. Það hlýtur að verða umdeilt yfir ferli hans og margir spyrja sig að því hvert fréttastofan stefni á komandi árum í kjölfar t.d. þessarar uppsagnar sem virðist vera persónulegs eðlis frekar en faglegs.

mbl.is Þóru Kristínu sagt upp á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sé bara ekki að þetta þurfi að vera umdeilt. Í fyrsta lagi gaf hún sjálf boltann með því að gagnrýna ráðningu Steingríms á sínum tíma og í öðru lagi er hún ekki að fela pólitíska afstöðu sína í fréttaflutningi sínum og viðtölum. Steingrímur hlýtur að velja sér samstarfsmenn án þess að sú ákvörðun sé dregin niður í pólitískt drullumall

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.8.2007 kl. 17:00

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

líst ekki vel á þetta, ágætis fréttamaður hún Þóra.

Hallgrímur Óli Helgason, 31.8.2007 kl. 18:06

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það er engin launung að Þóra Kristín var vöruð við því fyrir nokkrum mánuðum síðan að berjast gegn virkljunum í neðri-Þjórsá. Hún sagði sig frá allri umfjöllun um þau mál en það hefur ekki dugað fyrir Landsvirkjunarríkið í ríkinu.

Ævar Rafn Kjartansson, 31.8.2007 kl. 22:38

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Engin furða að hún var látin taka pokann sinn. Uppvís að andborgaralegum þankagangi. Rétt eins og hann Pétur heitinn Pálsson Three Horses sagði forðum þarna í Sviðinsvík fyrir vestan. "Á móti Sálinni og á móti gvöði."

Og þó Pétur Þríhross umræddur hafi fyrirgefið Ljósvíkingnum og ekki gert honum annan miska verri en þann að snara húsi hans af grunni þá er svoleiðis umburðarlyndi ekki tíðkað lengur.

Við munum aldrei líða það að Landsvirkjun verði trufluð við að virkja Frelsi Einstaklingsins.

Árni Gunnarsson, 31.8.2007 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband