Ófögur saga af pólitísku hneykslismáli

Grímseyjarferja Það verður seint sagt að málefni Grímseyjarferjunnar séu til fyrirmyndar. Nýjustu upplýsingar málsins, sem Bjarni Harðarson, alþingismaður Framsóknarflokksins, ljóstraði upp um í kvöld eru ekki beint fagrar. Þar afhjúpast mjög vel enn önnur hlið þessa máls sem vart telst annað en pólitískt hneykslismál, altént verður það flokkað með allra mestu klúðursmálum í stjórnsýslu landsins undanfarin ár og sífellt virðist bætast við hina ófögru mynd málsins.

Það er mjög ámælisvert að heyra af þessu verklagi sem þetta tveggja ára gamla bréf sýnir. Það dúkkar nú upp, seint og um síðir, þegar að þetta skrapatól sem sumir vitringar ætla sér að kalla ferju, er að verða tilbúið. Ef marka má myndir í kvöldfréttum Sjónvarps er ekki beint útséð með að ferjan verði tilbúin á áætluðum tíma og virðist enn hlaðast við það sem gera þarf fyrir hana. Þetta er ekki glæsilegt mál og það virðist ekki beint ætla að birta yfir því ef marka má það verklag sem er að afhjúpast þessa dagana í þessu ferli öllu. Þetta er hreint og klárt pólitískt hneyksli.

Það er auðvitað mjög athyglisvert að nú birtist bréf sem sýnir að fjármálaráðuneytið hafi heimilað yfirdrátt til handa Vegagerðinni til að ljúka breytingum á þessum ryðkláfi dugi ónotaðar fjárheimildir ekki til. Þetta er verklag sem kallar á umræðu að mínu mati og það þarf að fara í saumana á þessu máli og kanna hvers eðlis það er. Þetta bréf sem þingmaður stjórnarandstöðunnar hefur í fórum sínum kallar á svör frá stjórnsýslunni, enda er svona verklag auðvitað fyrir neðan allar hellur.

Það hefur verið spurt eftir því hvort einhver eigi að bera pólitíska ábyrgð vegna þessa máls. Mér finnst ekki annað koma til greina sé það rétt að svona hafi verið unnið. Þetta er verklag sem ekki er hægt að líta framhjá.

mbl.is Yfirdráttur vegna Grímseyjarferju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Bjarni er þarna að brjóta trúnað.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 2.9.2007 kl. 23:59

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvernig væri að við: "Þjóðin" fengjum að sjá svart á hvítu, allt um þetta mál.
Getum við einu sinni fengið allan sannleikan upp á borðið  frá ráðamönnum þjóðarinnar.
Að mínu mati hefur Bjarni eigi brotið neinn trúnað, i og ráðherrar eiga fyrst og fremst að sína kjósendum þessa lands
trúnað því það eru nú víst við sem borgum
alla dýrðina.
             Góðar stundir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.9.2007 kl. 08:42

3 Smámynd: Sigurður Árnason

Ég get ekki betur séð en að þetta blað sem Bjarni birtir sé opinbert gagn sem almenningur á rétt á að að sjá sbr. II.kafli Upplýsingalaga. Sjá 3.gr. í 4-6. gr. er tekið á því hverjar undanþágurnar eru en þær snúa að mestu leiti að fundargerðum ríkisstjórnar, einkahagsmunum einstaklinga eða fyrirtækja eða vegna almannahagsmuna. Ekki er hægt að sjá að neitt af þessu eigi við í þessu tilfelli.

Sigurður Árnason, 3.9.2007 kl. 08:51

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við skulum vona að þetta bréf fái umfjöllun á réttum stöðum ásamt ýmsu fleira sem málið varðar.

Oft vekur það undrun mína að ævinlega fyrir kosningar tala frambjóðendur virðulega til kjósenda og túlka á hjartnæman hátt það mikla traust sem bera til þeirra óbilandi greindar.

Þetta er kurteislegt og jafnframt hlýlegt.

Komi svo einhver fjandinn uppá hjá pólitískum umboðsmönnum kjósenda fer gjarnan í gang umræða og þá koma kjósendur á framfæri skoðunum sínum á málinu samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum.

Þá bregður oftar en skyldi svo við að kjósendum er sagt að þeir hafi ekki vit á málinu. aðfinnslur byggist á heimsku og misskilningi, jöfnu báðum.

Það er mín trú að þetta ferjumál verði afgreitt í þeim anda sem Geir Haarde boðaði nú á dögunum. Sem er að málið sé að sönnu mikið vandræðaklúður en ekki sé ástæða til að einhverjir segi af sér.

Eins og mig minnir að hann orðaði það: "En auðvitað munum við fara vandlega yfir alla þætti málsins og draga af því lærdóm upp á seinni tímann."

Svo má deila um það hvort það sé ámælisvert trúnaðarbrot hjá Bjarna Harðarsyni að draga fram skjalfestar upplýsingar um vinnubrögð kjöfinna stjórnsýslufulltrúa þjóðarinnar og birta þær umbjóðendum þeirra á opinberum vettvangi.

Vel á minnst þá eru þau orðin óþarflega mörg dæmin um klúður ráðherranna "sem þeir ætla að draga lærdóm af."

Líklega er full þörf á að gæta þess að kjósa ekki aðra en góða námsmenn inn á Alþingi.

Árni Gunnarsson, 3.9.2007 kl. 11:53

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þessu máli er ekki lokið að mínu mati/alls ekki ,við verðum að halda þessu til streitu að ábyrgðin verði þeirra sem skópu/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 3.9.2007 kl. 15:05

6 Smámynd: Jens Guð

  Skrítið ef að engin lög ná utan um það að framkvæmdir upp á háar upphæðir séu framkvæmdar á færibandi án alls eftirlits. 

Jens Guð, 4.9.2007 kl. 00:10

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta er vont mál bæði fyrir fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn.
Hver ber ábyrgð ? 
Sturla kemur fyrst upp í hugann - hann væri meiri maður fyrir vikið ef hann axlaði ábyrgð  á þessu en auðvitað gerir hann það ekki - væri ekki hægt að bjóða honum sendiherrastöðu fyrir að axla ábyrgðina þá væru allir glaðir

Óðinn Þórisson, 4.9.2007 kl. 19:57

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka hugleiðingarnar um þetta mál. Það er alveg ljóst að mikilvægt er að fá öll spil á borðið í þessu máli. Þetta bréf var eitt þess sem varð að koma fram. Það er bara mjög einfalt mál.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.9.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband