Krabbamein

Síðasti mánuður hefur verið fjölskyldu minni erfiður. Það eru nokkrar vikur liðnar síðan að móðir mín greindist með illkynja krabbamein. Við tók venjubundið ferli sem einkenndist af skurðaðgerð og að ná sér eftir það og ekki síður erfiður tími tekur brátt við sem einkennist af strangri lyfjameðferð. Það er ekki einstaklingsverkefni að taka þátt í slíku sjúkdómsferli. Slíkt er verkefni heillar fjölskyldu, enda eru veikindi af þessu tagi ekki eins að takast á við. Höfum við öll reynt að létta móður minni lífið síðustu vikurnar en þetta er erfiður pakki og það er ekki síður sálrænt áfall en annars eðlis að horfast í augu við.

Alla tíð hefur orðið krabbamein skelft mig. Það er eflaust með alla aðra, þetta er þungt og vont orð; sláandi og erfitt að horfast í augu við. Ég hef upplifað þann vonda vágest áður í minni fjölskyldu. Það er þungt og erfitt ferli, mjög sláandi ferli sem verður ekki mjög vel lýst með orðum, að takast á við og verður ekki undir neinn búið með alvöru nema að lenda beint í. Það verður bara að takast á við það, þó að höggið sem fylgi sjúkdómsgreiningu sé ávallt mikið. Það er óhjákvæmilegt. Um er að ræða sjúkdóm sem er erfiður við að eiga og engin orð geta undirbúið það sem við tekur við eftir slíkt.

Ég verð fúslega að viðurkenna að hugur minn hefur verið frekar fjarri þessari bloggsíðu síðustu vikurnar. Ég tók mér pásu fyrir um mánuði, fannst það réttast þá en hef síðan skrifað öðru hverju. Stundum eina færslu jafnvel hvern dag. Það er svosem misjafnlega mikið sem þarf að skrifa. Þetta er ágætis leið til að kúpla sig út úr öðru og að mörgu leyti hefur þessi vefsíða gefið mér mun meira en ég hef sennilega gefið henni. Þetta er fín leið til að tjá sig og finna skoðunum og hugsunum stað.

Ég vil þakka öllum þeim sem hafa sent mér eða okkur góðar kveðjur síðustu vikurnar. Þær met ég mjög mikils.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Æj Stebbi minn, vonandi næst að komast fyrir krabbann. Móðir mín tapaði þeirri baráttu 2002, það var ferlega erfitt ferli allt saman.

Bestu kveðjur

Ragnheiður , 1.9.2007 kl. 17:06

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

hlýjar kveðjur til þín, og mömmu þinnar með ósk um bata, mörg okkar hafa staðið í svipuðum sporum, kveðja til frænda líka.

kveðja Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 1.9.2007 kl. 17:17

3 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Baráttukveðjur og vonandi tekst ykkur fjölskyldunni að komast í gegnum þennan sjúkdóm. 
Ég eins og svo margir aðrir hef þurft að horfa á eftir vinum og ættingum á braut vegna krabbameins, en það má aldrei gefast upp.  Hugurinn ber ykkur hálfa leið  

Vilborg G. Hansen, 1.9.2007 kl. 17:37

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

kær kveðja til þín og fjölskyldu þinnar. Þegar fjölskyldan stendur saman verður stríðið auðveldara en samt er þetta alltaf hrikalega erfitt. Megi mömmu þinni líða sem allra best.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2007 kl. 17:44

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég les þínar færslur reglulega og var farinn að halda að þú væri prentari en ekki lifandi manneskja. Ekki misskilja mig... ég á við að þú skrifar langar og frábærar færslur og oftast um hluti sem hafa ekki með þig að gera. Mér finnst það afskaplega gefandi að lesa hér og var ekki búinn að búast við þessu.

Ég vill senda þér og móður þinni baráttukveðju.  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.9.2007 kl. 18:11

6 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Sendi þér og þínum bestu baráttukveðjur, Stebbi. Mundu bara að halda þinni bjartsýni og jákvæðni - það reynist alltaf ómetanlegt þegar á reynir.

Bestu kveðjur,

Jón Agnar Ólason, 1.9.2007 kl. 22:27

7 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Góðar kveðjur til þín og þíns fólks. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 1.9.2007 kl. 22:30

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Guð veri með ykkur í þessum veikindum/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 2.9.2007 kl. 00:08

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það er mjög erfitt þegar einhver af þeim sem standa manni næst greinist með krabbamein. Ég þekki það af eigin raun. 

Ég sendi þér og fjölskyldunni barráttu kveðju og von um skjótan bata. 

Fannar frá Rifi, 2.9.2007 kl. 10:48

10 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Baráttukveðjur til þín, og mömmu þinnar með bestu óskum um bata.

Kv. í Heiðardalinn,

Steini

Þorsteinn Gunnarsson, 2.9.2007 kl. 11:21

11 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sendi þér, mömmu þinni og fjölskyldu  baráttukveðjur.

Páll Jóhannesson, 2.9.2007 kl. 11:43

12 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Baráttukveðjur til þín og fjölskyldu þinnar

Fanney Björg Karlsdóttir, 2.9.2007 kl. 12:02

13 Smámynd: Ásta Björk Solis

Megi gud blessa thig og fjolskyldu thina.

Ásta Björk Solis, 2.9.2007 kl. 13:21

14 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Kær kveðja til þín og fjölskyldu þinnar og ósk um að móður þinni gangi vel að takast á við veikindi sín. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.9.2007 kl. 13:40

15 Smámynd: Inga Dagný Eydal

Það er áreiðanlega ekkert sem skiptir mömmu þína meira máli núna en að eiga stuðning og umhyggju ykkar sem standið henni næst.  Á slíkum stundum er góð fjölskylda guðsgjöf.

Gangi ykkur sem allra best. 

Inga Dagný Eydal, 2.9.2007 kl. 16:18

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hlýjar kveðjur til þín og fjölskyldu þinnar 

Jóna Á. Gísladóttir, 2.9.2007 kl. 16:38

17 identicon

Stebbi minn, hugur minn er hjá ykkur. Ég vona að móðir þín sigrist á þessum veikindum. Það eru breyttir tímar frá því sem áður var og líflíkurnar allt aðrar.

Guð vaki yfir henni.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 16:55

18 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Kæri Stebbi, 

Þetta er svo hárrétt hjá þér með orðið krabbamein er stórt. Fjölskylda og vinir eru mikilvægir á svona tímum og að tala um hlutina hjálpar. Tilfinningin eins og maður sé lentur í hringiðu sem maður hefur enga stjórn á. Eins og eina sem hægt er að gera sé að láta renna í hlutlausum og vera til staðar.

Ég vona svo sannarlega að mamma þín nái sér af krabbameininu, hún er heppin að eiga þig að.

Baráttukveðja úr Mosfellsbænum.

Herdís Sigurjónsdóttir, 2.9.2007 kl. 17:42

19 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka ykkur öllum kærlega fyrir góð orð og góðar hugsanir til mín og okkar í fjölskyldunni. Það er alltaf notalegt að fá svo góð orð.

Kærar þakkir og kveðjur

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.9.2007 kl. 23:20

20 identicon

Innilegustu baráttukveðjur, norður yfir heiðar, Stefán minn. Megi móður þinni auðnast heil heilsa, á ný.

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 01:24

21 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Kæri vin, vonandi fer þetta allt saman vel, læknavísindin eru farin að ná meiri árangri en áður með þennann vágest.

Haltu nú utanum alla þér nærri, það er öllum mikils um vert, að finna hlýjuna úr faðmi ástvinar.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 3.9.2007 kl. 12:29

22 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eftir samtöl mín við fólk sem hefur sigrast á þessum vágesti er ég sannfærður um að lífsviljinn getur skipt sköpum.

BARÁTTUKVEÐUR 

Sigurður Þórðarson, 4.9.2007 kl. 00:20

23 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kveðjurnar og góð orð.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.9.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband