Sigríður Lillý tekur við af Karli Steinari

Sigríður Lillý Baldursdóttir Ég fagna þeirri ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, að ráða Sigríði Lillý Baldursdóttur, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Tryggingastofnunar, sem eftirmann Karls Steinars Guðnasonar sem forstjóra TR.

Ráðning Karls Steinars fyrir fjórtán árum bar á sér brag þess að vera pólitísk ráðning, enda hafði hann verið alþingismaður Alþýðuflokksins árum saman og hann tók við embættinu af öðrum þingmanni og ráðherra Alþýðuflokksins á fyrri tímum, Eggert G. Þorsteinssyni.

Eins og flestum er í fersku minni var Sigríður Lillý varaþingmaður Kvennalistans kjörtímabilið 1987-1991. Það er hið eina rétta að ráða starfsmann innan TR til verksins en nota ekki forstjórastólinn til pólitískra bitlinga eins og svo oft hefur verið gert áður.

mbl.is Sigríður Lillý Baldursdóttir nýr forstjóri TR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú veit ég ekkert um hæfileika Þessarar konu en vænti hins besta. Að hún þekkir vel til innan stofnunarinnar getur verið kostur en ég óttast þó hitt að útkoman verði fötlun. Sá sem býr langdvölum í hýbýlum fylltum sterkri lykt verður samdauna lyktinni og er ekki líklegur til að opna gluggann og hleypa henni út. það hafa margir á tilfinningunni að T R sé ósnertanlegt og með öllu óskiljanlegur frumskógur laga og reglugerða sem tefji verulega alla afgreiðslu og geri stofnunina fjarlæga þeim sem til hennar leita. Til þess að  koma stofnuninni til fólksins verður að gera miklar breytingar innanhúss og jafnframt endurskoða lög hennar og reglugerðir. Þessar breytingar verður að undirbúa í samvinnu við trúnaðarmenn umbjóðenda áður en lagt er í verkið. Til þess að koma þessu í kring treysti ég fáum betur en Guðlaugi Þór eins og ég hef oft haft orð á. Vænti þess að hann gefi sér góðan tíma til verksins. En hverjar sem breytingarnar verða munu heyrast mikil öskur og óhljóð.  

Árni Gunnarsson, 14.9.2007 kl. 12:36

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Stefán.

Fyrir það fyrsta að þú sért sáttur við þessa ráðningu er ekkert nema gott við  það að segja.

Enn fyrir mér finnst mér þetta klúður og pólitískur óþefur af þessari ráðningu. Mér er spurn er samfylking að færa sig upp á skaftið og er með puttana í þessu ég er ansi hræddur um það. Þetta embætti eins og allir vita hefur verið undir stjórn jafnaðarmanna og þeir sleppa því ekki.

Þess vegna finnst mér þetta ekki góð stjórnsýsla. Öll embætti á vegum ríkisins á að auglýsa með faglegum hætti með því gefst fólki sem hefur áhuga á þessu embætti að sækja um. Það er ekki fagleg stjórnsýsla, að úthluta ábyrðarstöðum til vina og kunningja.

Síðan kemur Stefán og segir að Karl Steinar hafi verið ráðinn af pólitík sem er rétt hjá honum. Enn þessi ráðning er líka af pólitískum toga Sigríði  var á sínum tíma komið þarna fyrir.

Þess vegna er þetta ekki rök fyrir mér þarna er þú Stefán að taka undir með að stjórnmálamenn geti hagað sér eins og þeir vilja. Ennfremur vil ég benda á það gilda stjórnsýslulög í þessu landi og þeim ber að fylgja eftir. Með þessari ráðningu hefur Guðlaugur Þór ekki staðið fagmannlega að verki.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 14.9.2007 kl. 13:52

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Stefán, ég er í þínu liði :)

Heiða Þórðar, 14.9.2007 kl. 14:25

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Árni: Já, mér finnst Guðlaugur Þór hafa farið vel af stað í embætti. Unnið faglega og vel að málum og stokkað spilin vel upp - fengið til sín hæft og gott fólk á alla pósta sem máli skipta. Það verður fróðlegt að sjá hvaða framtíðarsýn á að færa TR á næstu árum. Það verða alltaf breytingar með nýjum húsbónda.

Jóhann Páll: Öll erum við með einum eða öðrum hætti pólitískt. Það er eðli okkar. Það er hinsvegar auðvitað tvennt ólíkt hvort skipaður er í starf forstjóra innanbúðarmanneskja í stofnuninni eða sitjandi alþingismaður, sem fær starfið aðeins til að rýma fyrir ráðherrakapal flokks síns. Karl Steinar var settur þarna til að færa Jóni Baldvin rýmri spil í ráðherrakapal Alþýðuflokksins árið 1993, þegar að Eiður og Jón Sigurðsson hættu og Guðmundur Árni og Össur voru settir í staðinn. Það er bara þannig. Það verður að ráðast hvernig Sigríði Lillý muni ganga en mér finnst það jákvætt að ekki sé ráðið pólitískt í þessa stöðu með afdönkuðum stjórnmálamanni. Það má vera að auglýsa hafi átt stöðuna en nú verður að láta reyna á það hvernig forstjóranum nýja gangi.

Heiða: Gott að heyra það. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.9.2007 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband