Guðlaugur Þór sparkar Don Alfredo

Alfreð Þorsteinsson Það er ánægjulegt að heyra að Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hafi ákveðið að sparka Alfreð Þorsteinssyni úr formennsku bygginganefndar hátæknisjúkrahússins og leggja nefndina niður og færa verkefnin annað. Það eru um tvö ár liðin frá því að Jón Kristjánsson skipaði Alfreð til að stýra uppbyggingu sjúkrahússins til að rýma leiðtogastól framsóknarmanna í Reykjavík með athyglisverðum hætti. Eftir alla framúrkeyrsluna með Orkuveituhöllina og annan glamúrinn vakti mikla athygli að sjá þessa dúsuveitingu til Alfreðs.

Í pistli á vef mínum þann 27. maí sl, nokkrum dögum eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson varð heilbrigðisráðherra, spurði ég mig um stöðu Alfreðs Þorsteinssonar í þessari byggingarnefnd og ítrekaði það í öðrum pistli fyrir hálfum mánuði þar sem ég fór yfir fyrstu 100 daga ráðherrans í nokkrum orðum. Þar eiginlega fannst mér vanta að þessi nefnd yrði stokkuð upp og haldið í aðrar áttir. Það er gott að heilbrigðisráðherrann er sama sinnis og snúi hlutum til annars vegar.

Það er kómískt að það skuli vera Guðlaugur Þór Þórðarson sem slái Alfreð af. Eins og flestir vita tók Gulli við af Alfreð sem stjórnarformaður í Orkuveitunni. Það er þó varla undrunarefni sé litið til sögu þeirra saman í stjórnmálum, sérstaklega innan stjórnar Orkuveitunnar þegar að Alfreð vann sem kóngur í ríki sínu í fyrirtækinu og hélt minnihlutafulltrúum Sjálfstæðisflokksins algjörlega í skugganum.

mbl.is Stjórnin tekin af Alfreð Þorsteinssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

 

Ég vona að þetta sé fyrsta skrefið að slá þessar áætlanir um "hátæknisjúkrahús" út af borðinu.  Sú ofuráhersla sem Davíð Oddson lagði á að byggja nýtt "hátæknisjúkrahús" á Landsspítalalóðinni var mjög vanhugsuð.  Í fyrsta lagi eigum við í verulegum erfiðleikum með að reka þau sjúkrahús sem fyrir eru.  Í öðru lagi eru þau sem fyrir eru hátæknisjúkrahús og í þriðja lagi er staðsetningin gjörsamlega út í hött.  Sjúkrahús þarf landrými, mikið landrými, sem ekki er til þarna (nema flugvöllurinn fari).  Algeng og hentug staðsetning er miðsvæðis þar sem aðkomuleiðir eru greiðar.  T.d. mætti horfa á Vífilsstaðasvæðið í þessu sambandi.

Spyrja má í þessu sambandi hvað DO hafi gengið til með þessu.  Helst flýgur manni í hug að byggja hafi átt á ameríska vísu:  "David´s Oddsson memorial hospital"

Svei mér þá!

Þó ég falli yfirleitt ekki í stafi yfir framsóknarmennsku síðustu áratuga þá finnst mér gagnrýni manna á Alfreð oft ósanngjörn.  Hann má eiga það að hann gerði Orkuveitu Reykjavíkur að því stórveldi sem hún er í dag.  Varðandi framúrkeyrslu fjármuna við byggingu Orkuveituhússins (sem er foráttuljótt) myndi ég gjarnan vilja fá ábendingar um framkvæmdir af þessum toga á síðustu 20 - 30 ára sem ekki hafa farið svo og svo mikið framúr áætlunum. 

Ég trúi því að Guðlaugur Þór hafi skynsemi til að bera til að vinna sig út úr Davíðskunni hægt og rólega. 

Sveinn Ingi Lýðsson, 20.9.2007 kl. 15:22

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll

Er sammála þér með að það er ekki rétt að byggja þarna. Það hefði frekar átt að vera við Vífilsstaði mun frekar, enda kraðakið við Landsspítalasvæðið orðið alveg nóg fyrir. Það þarf að endurskoða þessi mál mjög vel, tel ég.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.9.2007 kl. 15:35

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ja hérna, þar kom að því að Alfreð gat ekki stjórnað lengur, það hefur vakið furðu mína hversu miklu hann hefur ráðið hingað til.

Þetta orð háteiknisjúkrahús er bara hallærislegt, auðvitað er Landsspitalinn nú þegar hátæknisjúkrahús.

Við verðum að gera okkur grein fyrir því að Landsspítalinn er barns síns tíma, hvað husakost varðar þar hefur verið breytt og aftur breytt til að hægt væri að vinna eftir þeim kröfum sem gerðar eru í dag og byggt við oft einingar sem að nýtast ekki eins og skildi. Við eigum að byggja flott sjúkrahús sem auðvelt er að vinna í, það getur trúlega sparað heilmikla peninga þegar á lengri tíma er litið.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 20.9.2007 kl. 15:40

4 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

"Hreinsanir" í stjórnkerfinu eru alltaf vandmeðfarnar.    Skildi ekki á sínum tíma þegar Alfreð var settur yfir þekka "hátæknisjúkrahús" -rugl - og gaf mér að þetta væri spillingarangi.

Sýnist að Guðlaugur Þór hafi misstigið sig - með "hreinsunum" - það gengur ekki í lýðræðisríkjum að pólitískir ráðherrar beiti grímulausu ráðherraofbeldi - jafnvel ekki til að stugga við þeim sem settir voru inn í embætti með "ráðherraofbeldi líka".  

Guðlaugur Þór er búinn að henda Karli Steinari Guðnasyni út -  einmitt núna þegar uppstokkun á hlutverkum félags- og heilbrigðis er að fara í gang.

Mér líst ekki á þetta;  - hvar endar sú vitleysa að ráðherrar reki menn fram og aftur?????

Nær væri Stefán að heimta að þeir hætti að beita ráðherra-ofbeldi við ráðningar.

Bensi

Benedikt Sigurðarson, 23.9.2007 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband