Vönduð vinnubrögð lögreglunnar

Frá vettvangi Það er ekki hægt að segja annað en að lögreglan hafi staðið sig mjög vel í fíkniefnamálinu mikla fyrir austan. Vönduð vinnubrögð standa þar upp úr, enda var komið upp um málið á hárréttum tímapunkti og þeir sem ætluðu að flytja efnið inn gengu beint í gildru lögreglunnar og áttu ekki von á hversu vel yrði haldið þar á málum.

Öllum er ljóst að fara átti með efnin á Fáskrúðsfjörð vegna þess að þar væri líklegast að koma þeim í land án þess að lögreglan væri með viðbúnað og gæti gert upplýst málið. Það er gott að það staðfestist hversu vel lögreglan getur tekið á slíkum vanda og viðbúnaðurinn fyrir austan segir í sjálfu sér allt sem segja þarf um hversu vel var unnið og skipulega var haldið utan um alla verkferla.

Ef marka má fréttir og orðróminn á bakvið þær eru yfir 50 kíló af fíkniefnum um borð í skútunni og málið hið stærsta hérlendis. Umfangið segir allt sem segja þarf um málið og það hversu alþjóðlegt það er sýnir vel hversu mjög lögreglan hefur unnið með Europol. Fimm hafa verið handteknir og aðgerðir voru í þrem löndum og handtökur víðar en á Íslandi. Sannarlega alþjóðlegt mál sem fær sinn klímax á Fáskrúðsfirði.

Það verður fróðlegt að heyra viðbrögð stjórnvalda. Þau hafa lítið komið fram finnst mér. Enda er þetta stórmál í sjálfu sér sem ætti að hafa einhver áhrif út fyrir rannsóknina. Áhugavert verður að sjá hvort að þetta leiði til þess að eftirlit með umferð til landsins, flugvélum og skipum t.d. verði endurskoðað að einhverju leyti.


mbl.is Sakborningar fluttir til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband