Glæpsamleg skemmtiatriði á barnum

Stelpa með bjór Viss goðsagnablær hefur verið yfir hlutverki gengilbeinanna á barnum og þær hafa verið túlkaðar með ýmsum hætti í eiginlega óteljandi kvikmyndum. Held þó að þessi í Perth í Ástralíu slái þær allar út með skemmtiatriði sínu á barnum, sem virðist hafa endað sem glæpsamlega skemmtilegt. Nú á að sekta hana fyrir að kremja dósir og gera fleiri skondin atriði sem vekja kátínu fólks um allan heim.

Það er nú reyndar vandséð hverjum hún eigi að hafa verið að vinna skaða með athæfi sínu, sem hún var vel meðvituð um. Sé reyndar fyrir mér viðbrögð hörðustu femínistanna sem lesa þessa frétt og eru sennilega gapandi hissa yfir skemmtiatriðum gengilbeinunnar. Hún flippaði kannski yfir um, en hún er ákærð fyrir brot á áfengislöggjöfinni. Veit ekki hvort er skondnara það eða atriðið sem slíkt.

Fannst reyndar fyndnast að kráareigandinn var sektaður líka fyrir að hafa ekki stöðvað aumingja konuna af við það sem hún ákvað sjálf. Finnst nú siðsemin hafa tekið einum of mikið völdin þarna. En spurningin hlýtur í grunninn að vera; hvaða lög braut konan í raun og veru? Særði hún kannski helst stolt vissra einstaklinga með athæfi sínu?

mbl.is Sektuð fyrir að kremja bjórdósir með berum brjóstunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

aaaaaaaaaaahahahahahahahah

Ég á bara ekki orð yfir þessari forrðishyggju endalaust

ég er svo nlega sammála þér.

kv. Kolla

Kolla (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 13:15

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég hélt að svona dómar væri bara í USA

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 25.10.2007 kl. 15:21

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Gott að við erum sammála Kolla.

Tek undir það Gísli að ég hélt að svona gerðist ekki, t.d. í Ástralíu. Kráarmenningin er ekki beint þar með þeim hætti að fólk sé fullt af extra-siðferði yfir næsta manni. Afslappaðri kráarstemmningu en þar er varla hægt að finna.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.10.2007 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband