Einum of væn búbót fyrir varaborgarfulltrúa

Óskar BergssonÞað er ekki hægt að segja annað en að launakjör varaborgarfulltrúa framboðanna fimm sem náðu kjöri í kosningunum 2006 séu væn. Mér finnst það algjörlega út í hött að stjórnmálamenn geti fengið 300 þúsund krónur fyrir einn fund í viku jafnvel. Get ekki ímyndað mér annað en að þetta verði nokkuð hitamál, enda afleitt verklag á meðan að hinar ýmsu stéttir sitja óbættar hjá garði. Þetta gerir ekkert annað en að hella olíu á það bál sem til staðar er hjá fólki almennt í samfélaginu.

Það virðist reyndar vera að sá varaborgarfulltrúi sem nýtur þessa mest sé Óskar Bergsson, varamaður Björns Inga Hrafnssonar. Það er svosem varla furða enda hafa framsóknarmenn haft vægi í borgarstjórn Reykjavíkur langt umfram kjörfylgi. Þeir höfðu yfir 35% vægi í meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og héldu því í vinstrimeirihlutanum nýja, þó þar séu tvö framboð fleiri. Þeir sem hæst töluðu um of mikið vægi framsóknarmanna áður hafa haldið þeim áfram í sömu hæðum, svo að gagnrýni þeirra var máttlaus er yfir lauk.

Óskar er t.d. formaður framkvæmdaráðs borgarinnar og mjög valdamikill í nefndakerfinu, valdamestur varaborgarfulltrúa ef Margrét Sverrisdóttir, forseti borgarstjórnar, er undanskilin, en hún er ekki kjörinn aðalfulltrúi, enn er Ólafur F. Magnússon þar, en er í óskilgreindu leyfi vegna persónulegra erfiðleika ef marka má Séð og heyrt. Heilt yfir vekja þessi launakjör varaborgarfulltrúa í Reykjavík stórar spurningar um almennt pólitískt siðferði. Almenningi mun blöskra svona verklag og væntanlega verður spurt að því hvort að þetta sé eðlilegt. Það getur varla talist það.

Það verður áhugavert að sjá hvaða afstöðu vinstrimeirihlutinn brothætti tekur til þessa máls, en það yrði ekki undrunarefni ef almennar kröfur færu að heyrast um að þetta yrði stokkað upp.


mbl.is Varaborgarfulltrúar fá 300 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var svo pínlegt að hlusta á varaborgarfulltrúa VG í bítinu hjá Kollu og Heimi reyna að réttlæta þetta.  Hún virkaði óörugg og talaði um ábyrgð og að fólk yrði að vera vel undirbúið fyrir þennan eina fund á viku.  Svörin voru loðin og óskýr en engin kom réttlætingin á þettum 370.000 kr sem fulltrúinn þiggur fyrir starf sitt.  Mér finnst þetta vanvirðing við aðra starfsmenn borgarinnar sem vinna 100% starf og hljóta fyrir mun lægri laun.  Veit að það síður á þeim nokkrum og ekki sízt eftir slíkt viðtal sem varafulltrúi reynir að réttlæta slíkt án rökstuðnings.

Arnar (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 10:10

2 identicon

Þá er það ljóst að burtséð frá vinnuframlagi þá er varaborgarfulltrúi í Reykjavík með fimmföld laun bæjarfulltrúa á Akureyri. Samt skal ég staðhæfa að það fólk vinnur fyrir launum sínum. Sleppi hér öllum rauntölum um kjör uppeldisstétta. Kv    gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 10:19

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin. Algjörlega sammála þér Arnar, það var mjög pínlegt að heyra Sóleyju reyna að verja þessa vitleysu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.10.2007 kl. 12:22

4 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Mér þykja þessi laun ekkert óeðlilega há. Ég tel að með þessu sé verið að sporna við því að þeir vinni á öðrum stöðum. Það er einfaldlega ekki hægt að láta þá vinna annarsstaðar ef þeir eru varaborgarfulltrúar. Ég held að það sé alveg ágætis álag á þeim. Ég er samt ekkert á móti því að endurskoða þetta.

Auðbergur D. Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 25.10.2007 kl. 13:23

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt ,eg er þér þarna mjög sammála Stefán/mer finnst þetta komi framúr sér alveg/Hall Gamli

Haraldur Haraldsson, 25.10.2007 kl. 13:28

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Aubbi: Það er allt í lagi með kjörna aðalfulltrúa að þeir séu vel launaðir og sinni engu öðru. En það er nánast vonlaust að kjörnir varafulltrúar sinni aðeins þessu, með því að þurfa kannski aðeins að sitja einn til tvo fundi í mánuði max. Finnst þetta ekki í lagi, enda erfitt að halda utan um að þetta fólk sé bara í þessu. Þetta er svo lítið að það er vonlaust, þetta er bara kaupauki ofan á annað. Eða mér finnst það. Held að þetta verði bitbein í komandi samningum.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.10.2007 kl. 17:04

7 identicon

Þetta er í fínu lagi ef..........aðrir launþegar fá svipaða kjarabót í næstu kjarasamningum!

Ekki eru gerðar neinar menntunarkröfur á borgarfulltrúa eða varamenn þeirra, þannig að ófaglært fólk í umönnunarstörfum gætu átt von á launaleiðréttingu í næstu kjarasamningum svo um munar!  Einhver er búin að reikna lauslega út tímakaup varaborgarfulltrúanna, með undirbúningsvinnu og öllu tilheyrandi, og hefur komist að þeirri niðurstöðu að tímakaup varaborgarfulltrúa sé u.þ.b. kr. 12.000.- pr. klst. 

Ef ófaglærðir starfsmenn í umönnunarstörfum fengju sama tímakaup, gætu laun þeirra orðið ca.  kr. 1.920.000.-  það gæti náðst ágætis sátt um það!

Sigrún (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband