Fangaflug - íkveikja í Vestmannaeyjum

Það er ekki á hverjum degi sem þyrlur Landhelgisgæslunnar eru notaðar fyrir fangaflug eða til að flytja fólk til að koma fyrir dómara. En það gerðist í gær til að koma konunni sem grunuð er um íkveikju milli lands og Eyja í tæka tíð, þar sem ekkert annað flug er í boði. Efast um að stemmningin í vélinni hafi minnt á það sem gerðist í kvikmyndunum Die Hard 2 og ConAir, en samt hlýtur stemmningin að hafa verið skrýtin fyrir þá sem fóru þessa ferð, enda mjög óvenjulegur fararmáti fyrir fanga hérlendis.

Annars er þetta mál allt mjög dapurlegt. Það er greinilega heljarmikil saga á bakvið þetta dapurlega mál sem er á yfirborðinu og felast í að viðkomandi kona kveikti í íbúð sinni. Það að hún fái þessa meðferð sýnir bara alvarlega stöðu málsins og hlýtur að vera margflókin saga. Vonandi mun rannsókn á málinu ganga vel.

mbl.is Flutt til Selfoss og leidd fyrir dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband