Fyrsti vetrardagur - boðið upp á kjötsúpu

Íslensk kjötsúpa Þá er kominn vetur. Haustið liðið og sannarlega sumarið líka, en það er þó óralangt síðan að því lauk í huga okkar flestra - skammdegið brátt skollið á, en styttist óðum í að við hugsum til jólanna og ljósanna fögru sem varpa birtu yfir myrkrið. Haustið hefur verið rysjótt en samt ekki fallið neinn snjór að ráði hér fyrir norðan. Vonandi verður þetta mildur og góður vetur.

Líst vel á þessa skemmtilegu nýju hefð þeirra í miðbæ Reykjavíkur; að bjóða vegfarendum upp á kjötsúpu. Það er fátt íslenskara en gamla góða kjötsúpan, hún yljar vel og sniðugt að hún sé á boðstólum á fyrsta vetrardegi. Held að þetta sé bara gert í Reykjavík, en mætti sannarlega hugsa um að gera það víðar um landið úti á götu, bjóða fólki upp á heita og góða súpu.

Það klikkar aldrei. Annars er þetta að aukast mjög að valdir séu dagar til að bjóða fólki upp á súpu eða veitingar. Dalvíkingar byrjuðu með þetta á fiskideginum, að bjóða upp á fisk og veitingar, síðan hafa Reykvíkingar boðið upp á vöfflur á menningardeginum og á Akureyrarvöku hafa verið veitingar í miðbænum hér. Þetta er sniðugt og myndar skemmtilega stemmningu.

mbl.is Kjötsúpan yljar á fyrsta vetrardegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband