Rétt ákvörðun að láta Eyjólf hætta með landsliðið

Eiður Smári og Eyjólfur Það kemur engum að óvörum að forysta KSÍ hafi ákveðið að endurráða ekki Eyjólf Sverrisson sem landsliðsþjálfara. Hann hafði náð endastöð í hlutverki sínu, hafði einfaldlega ekki staðið sig og það hefði verið óverjandi fyrir KSÍ að endurráða Eyjólf til einhverra ára úr því sem komið var. Reyndar er það mjög klaufalegt að samningstíminn hafi ekki náð yfir alla undankeppnina, en það er eins og það er.

Það hefði allt orðið galið hefði Eyjólfur verið endurráðinn og starfslokin því eðlileg. Þar spilar tapið gegn Liechtenstein lykilhlutverk. Það var eins og ég sagði á sínum tíma og endurtók í viðtali við morgunútvarp Rásar 2 fyrir rúmri viku ófyrirgefanleg niðurlæging fyrir okkur öll. Það að lúta í gras gegn landsliði á borð við þetta með þrem mörkum gegn engu var í einu orði sagt sorgleg niðurlæging sem við hvorki eigum né getum sætt okkur við. Þjálfari sem heldur utan um liðið í slíku klúðri á að taka pokann sinn.

Það var öllum nóg boðið með leiðsögn Eyjólfs með liðið eftir þennan leik og þá heyrði maður síðustu vígin í kringum Eyjólf falla. Eftir það var aðeins spurning með Danaleikinn. Lengra hefði hann einfaldlega ekki umboð til að leiða liðið, hvorki frá þjóðinni, leikmönnum eða KSÍ. Umræður um agavandamál og uppreisn leikmanna gegn glötuðum þjálfara vöktu athygli, en komu ekki að óvörum. Þjálfarinn naut ekki virðingar nokkurs manns eins og komið var og það varð að láta hann fara.

Endurráðning útfrá stöðunni hefði verið óverjandi og þá hefði liðið misst allan damp endanlega og líka stuðning þjóðarinnar. Fólki var nóg boðið. Ég vona að KSÍ bæri gæfa til að velja alvöru þjálfara, með credit sem slíkur og alvöru reynslu en geri liðið ekki að tilraunamiðstöð manns með enga þjálfarareynslu að baki. Það er komið nóg af slíku takk. Til að endurbyggja liðið til vegs og virðingar þarf sterkan þjálfara!

mbl.is Eyjólfur hættur sem þjálfari landsliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Mér finnst þetta orðið gott. Liðið þarf að fá nýja leiðsögn og halda í aðrar áttir. Þetta gekk ekki lengur óbreytt og breytinga var þörf. Eins og ég segi vona ég að KSÍ færi liðið á rétta braut með því að velja þjálfara með þann kraft sem til þarf við að koma okkur aftur til þeirrar vegs og virðingar sem við öll krefjumst. Eftir rassskellingu í Liechtenstein varð að hreinsa út, það er í sjálfu sér einfalt mál.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.10.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband