Tengdadóttir og sonur Jónínu Bjartmarz stefna RÚV

Lucia Celeste Molina Sierra og Birnir Orri Pétursson Lucia Celeste Molina Sierra og Birnir Orri Pétursson hafa nú stefnt Ríkisútvarpinu vegna frægrar umfjöllunar um mál hennar í tengslum við ríkisborgararétt sinn. Lucia dróst inn í flókið pólitískt mál á elleftu stundu kosningabaráttunnar í vor og fékk eflaust stærri sess í huga landsmanna en hún vildi með umsókninni. Þetta var heitt mál og tilfinningar eru í því og það hefur verið tekist á um það af krafti.

Þetta var auðvitað mjög vandræðalegt mál í alla staði, bæði fyrir Luciu og ráðherrann fyrrverandi, tengdamóðurina, og eiginlega fjölskyldu hennar alla í raun. Hitinn var mikill í því og Kastljós gekk mjög ákveðið fram í forystu þess að fjalla um málið og frægt varð rifrildi Helga Seljan og Jónínu í spjallþættinum nokkrum dögum fyrir alþingiskosningar. Er á hólminn kom höfnuðu borgarbúar Jónínu og Framsóknarflokknum í Reykjavík (og á landsvísu) í kosningunum 12. maí, hún missti ekki aðeins ráðherrastólinn, heldur þingsætið eftir átta ára þingferil.

Nokkrum vikum eftir að stjórnmálaferli Jónínu lauk í kjölfar þessa hitamáls úrskurðaði siðanefnd Blaðamannafélags Íslands um að umfjöllun Kastljóss hefði brotið siðareglur BÍ. Deilt var harkalega um þann úrskurð. Ég hef aldrei farið leynt með þá skoðun mína að fjalla hafi átt um þetta mál með áberandi hætti. Þá skoðun tjáði ég margoft þegar á málinu stóð rétt fyrir alþingiskosningar og endurtek hana hérmeð. Þetta var svo sannarlega frétt sem vakti athygli, rétt eins og umræðan í kjölfarið sýndi vel.

Kastljós fékk upplýsingar sem sýndi athyglisvert vinnuferli málsins og ákveðið var að birta það. Það má vel vera að deilt sé um hvernig verkið var unnið, en fréttin var stór engu að síður. Margir töldu þetta persónulegt mál Helga. Það er af og frá, enda er á bakvið umfjöllunina umfram allt ritstjóri þáttarins og dagskrárstjóri Sjónvarpsins, Þórhallur Gunnarsson. Enda sýnist mér á öllu að parið beini málinu til æðstu stjórnenda Ríkisútvarpsins fyrst og fremst.

Helgi og JónínaÞað má deila vissulega um ýmislegt í þessu máli öllu. Hinsvegar finnst mér eðlilegt að þættir af því tagi sem Kastljós er þori að koma fram með afgerandi mál og skapa umræðu um þau. Það má vel vera að það komi við stjórnmálamenn og sé ekki þeim að skapi. Hinsvegar hef ég aldrei litið á fjölmiðla sem halelúja-miðstöð umfjöllunar í stjórnmálum. Ég get ekki betur séð en að allt þetta mál hafi vakið stórar spurningar og málið allt var það stórt að það varð að koma í umræðuna.

Er á hólminn kemur verða fjölmiðlar að þora. Mér finnst þessi umfjöllun mjög léttvæg miðað við margt sem sést hefur á prenti í gegnum tíðina og finnst því þessi tíðindi boða nýja stefnu jafnvel þegar að kemur að því taka alvarleg mál fyrir til umfjöllunar. Það er eðlilegt að parið og ennfremur fyrrum ráðherra og alþingismaður (sem er í bakgrunni þessa dómsmáls) vilji verja heiður sinn, telji þau að ráðist hafi verið að honum.

Það er þá bara dómstóla að fjalla um málið. Það er réttur okkar allra að beina til dómstóla þeim málum er við teljum á okkur brotið með einum eða öðrum hætti. Áhugavert verður að sjá niðurstöðu þess máls, sem mun hafa talsverð áhrif á fjölmiðlaumfjöllun í landinu.


mbl.is Ríkisútvarpinu stefnt fyrir ærumeiðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Allir sem þekkja Jónínu vita mætavel að hún er alltof klók til að láta svona smámál eyðileggja sin feril.  Þá vaknar spurning um nefndarmennina......

Júlíus Valsson, 28.10.2007 kl. 18:25

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Þetta er ekkert smámál og myndi eyðileggja atvinnupólitókusa hvar sem er í veröldinni... nema á Islandi þar sem samtenging pólitíkusanna er alger, með eindæmum og á heimsmælikvarða!!!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 28.10.2007 kl. 19:59

3 identicon

Mér fannst Helgi fara ruddalega að. Hann heftur gert þetta áður og er enn að því. Einhvers staðar hefur hann komist að því að "rannsóknarblaðamennska" feli í sér að vera dónalegur grípa fram í og hjakka í sömu spurningu í sífellu.
Ég er viss um að framgangur hans í þessu viðtali hafi haft mjög neikvæð áhrif á gang málanna.
Ef hann og kastlósið verða ekki dæmt (sem ég býst fastlega við), þá þarf allavega að senda Helga í endurhæfingu (eða grunn-námskeið??) til að læra mannasiði.

Manfred Lemke (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 07:43

4 Smámynd: Fríða Eyland

Venjulega þarf fólk að gifta sig til að eignast tengdaforeldra !

Persónulega þekki ég einn sem átti fjögur börn með sinni íslensku ektakvinnu til níu ára þegar hann loksins fékk vegabréf. Þeir sem ekki eru giftir inní landið þurfa næstum allir að búa hér og bíða í sjö ár sem er reglan og fjögur hjá giftum. Undantekningar eru frægir menn og einn eða tveir vegna sjúkdóma.....Jónína má skammast sín og klíkan í nefndinni líka sveiattan  Nú vilja þau fá tveggja ára verkamannlaun í skaðabætur fyrir lúxus meðferð, sumir kunna ekki að skammast sín.

Það fór engin yfir strikið í Kastljósi nema Jónína sjálf hún var bæði dónaleg og frek

Fríða Eyland, 31.10.2007 kl. 01:08

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka gott komment Fríða. Sammála í stærstu atriðum.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 31.10.2007 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband