Óskemmtileg lífsreynsla á Keflavíkurflugvelli

Flugvélin Það hlýtur að hafa verið verulega óskemmtileg lífsreynsla að vera í flugvélinni sem rann út af flugbrautinni á Keflavíkurflugvelli. Það sem mér finnst mest áberandi er hversu lítið var hugsað um farþegana í vélinni í kjölfarið, sérstaklega andlega líðan þess, t.d. var ekki spurt um líðan farþegana fyrr en um klukkustund síðar, eftir því sem nokkrir þeirra hafa sagt í fréttum.

Það hlýtur að vera algjört lágmark að hugsað sé um hag farþeganna eftir svona mál og reynt að kanna vel hvernig fólk sé stemmt, enda er þetta í huga flestra einstæð lífsreynsla, þar sem flugferð er jafnan einn traustasti fararmátinn og lítið um slys í sjálfu sér. Ég hef t.d. aldrei upplifað dramatíska flugferð í líkingu við þetta og er ansi viss um að það sé visst sjokk fyrir alla að upplifa svo harkalega lendingu. Þekki fólk sem hefur upplifað harkalega lendingu, t.d. við Fornebu-völlinn fyrir nokkrum árum og þetta er mikil lífsreynsla

Það vekur mjög mikla athygli að svona ástand sé fyrir það fyrsta á alþjóðaflugvelli á Íslandi. Eins og flestir vita eru hitaskil meginástæða ísingar, það er með vægari veðurbreytingum varðandi lendingarskilyrði á flugbraut. Á alþjóðaflugvelli ætti svona ástand varla að vera stórvandamál, sérstaklega í eins góðu veðri og raun bar vitni í nótt. Það hversu mikið mál þetta er leiðir hugann að stöðu mála á Keflavíkurflugvelli, en í eðlilegri stöðu ætti flugferðin að enda vel þrátt fyrir svona aðstæður.

Það er ekki nema von að hugsað sé hvers vegna svona smávægilegt mál verður að stórmáli. Hefur öryggi á vallarsvæðinu minnkað eftir að við tókum við yfirstjórn þar? Þetta var ekki stórmál meðan að Bandaríkjamenn héldu utan um stöðu mála þar og þetta er mál sem virkar smávægilegt en skiptir máli að sé í lagi. Það að svona gerist á alþjóðaflugvelli vekur spurningar.

mbl.is RNF: Hálka stærsti þátturinn í því að flugvélin rann út af braut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

get ekkert sagt nema heyr heyr! :)

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 28.10.2007 kl. 21:31

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða,sem hlýtur að fá ýtarlega rannsókn.Hálkumyndun á flugbrautum hefur alla tíð verið skoðuð vandlega á Keflav.flugv.og þær og tengibrautir sandbornar eftir aðstæðum hverju sinni.Varnarliðið hefur alla tíð vandað vel til verka varðandi snjóruðning af flug - og tengibrautum og flugvélastæðum.Þessi störf hafa verið mönnuð af Íslendingum.Snjóruðningsdeildin og marg verðlaunað slökkvulið hafa um langan tíma verið stolt  flugvallarins.Þeir hafa uppfyllt alla alþjóðlega öryggisstaðla.Fáir flugvellir búa að vetrarlagi við verri veðurskilyrði en Keflav.flugv.Ég tel fullvíst,að áfram verði öryggismálum á flugv.sinnt af fullri ábyrgð og engu til sparað til að svo verði.Það verður fróðlegt að fá niðurstöður um orsakir þessa óhapps.

Kristján Pétursson, 28.10.2007 kl. 21:54

3 identicon

Athugaðu staðreyndir áður en þú ritar svona vitleysu, það eru hálkuskilyrði á langflestum flugvöllum (Alþjóða-) við sömu veðurskilyrði. Og ekki eru menn að spreða einhverjum afísingarvökva á akbrautir heldur er sagt í veðurlýsingum til flugmanna:" Braking action taxyways poor - use caution" eða eitthvað álíka.

Það var afburða vel hugsað um farþegana að öllu leiti.

Flugmaður (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 21:56

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Bergrún: Gott að heyra :)

Kristján: Gott komment og áhugavert að lesa.

Flugmaður: Gott að heyra þína hlið - þakka það. Það er eðlilegt að velta þessu fyrir sér, það gera það fleiri en ég, enda rökrétt í stöðunni. Farþegar hafa sjálfir verið að tjá sig í fjölmiðlum með þessum hætti og það vekur athygli eðlilega, miðað við allt. Hef ekkert heyrt nema frásagnir þeirra og þær voru nú frekar afgerandi. En það er fyrst og fremst ánægjulegt að vel fór miðað við allar aðstæður, engin slys á fólki né neitt meira. Það er fyrir öllu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.10.2007 kl. 22:14

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já lýsingin á flugvél og áhöfn er ekki glæsileg, bróðir minn og málona voru þarna um borð, og lýsa þessu ekki beint vel.

Kveðja:

Sigfús Sigurþórsson., 28.10.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband