Fjöldi starfsmanna staðfestir samráðsorðróminn

Tilboðin Skv. fréttum hefur fjöldi starfsmanna Bónus og Krónunnar staðfest í samtölum við fréttastofu útvarps orðróminn um samráð verslananna um samráð, sem hefur verið í umræðunni í dag í fjölmiðlum og fyrst var fjallað um í hádegisfréttum RÚV. Þetta er eins og ég sagði fyrr í kvöld mjög sláandi mál, sem hlýtur að leiða til að stórar spurningar vakni og rannsókn hefjist á því hvort þetta sé satt eður ei.

Það að fjöldi starfsmanna gefi sig fram er lýsandi um málið. Margir þeirra vilja ekki tjá sig á grundvelli þess að þeir óttist þar með um atvinnuöryggi sitt ævilangt, enda við stóra aðila að eiga. Þetta mál er mjög vont fyrir bæði Bónus og Krónuna. Það að margir starfsmenn gefi sig þó fram og taki undir fréttaflutninginn, hringi inn til útvarpsins og gefi upplýsingar um verklagið gefur vægi umfjöllunarinnar meira vægi, það leikur enginn vafi á því.

Heilt yfir er þetta mjög stórt mál, það skiptir neytendur í landinu miklu máli. Það getur ekki endað með hálfkveðnum vísum, við neytendur eigum rétt á því að kafað verði dýpra í málin og reynt að kanna betur hversu mikil fákeppni ríkir á matvörumarkaði hérlendis.

mbl.is Segjast aldrei hafa haft samráð við keppinauta á markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband