Andrea Bocelli á Íslandi - frábær listamaður

Andrea Bocelli Ítalski tenórsöngvarinn Andrea Bocelli er einn besti söngvari sinnar kynslóðar og hefur sannað með undurljúfum söng sínum síðustu árin að hann er einna bestur í sínum flokki á tónleikum með aðdáendum sínum. Hann söng í kvöld í Egilshöll og sló þar enn og aftur í gegn. Allt frá því að ég heyrði fyrst í Bocelli fyrst fyrir rúmum áratug hef ég dáðst af sviðsframkomu hans og karakternum. Sem söngvari er hann yndislega góður.

Það var leiðinlegt að geta ekki farið á tónleikana hans, en það stendur þannig á að það er ekki hægt. Ef hefði verið helgi hefði ég hiklaust skellt mér. Verð því að láta mér nægja tónlistardiskana með honum á cd og dvd. Það er efni sem klikkar aldrei. Þetta hefur eflaust verið tónlistarupplifun af yndislegum toga í kvöld og þeir sem þar fóru hafa eflaust farið syngjandi sælir úr Egilshöll. Hann hefur notalega nærveru sem persóna og heillar fólk með söng sínum.

Andrea Bocelli hefur sömu náðargjöfina og meistari Luciano Pavarotti. Báðir snerta þeir streng í brjósti þeirra sem hlusta á tónlist - syngja frá hjartanu og eru einlægir í túlkun sinni. Báðir eru þeir alþjóðlegir söngvarar sem hrífa fólk með sér. Hann er að mínu mati einn allra besti tenórsöngvari í heiminum eftir að Pavarotti skildi við, hefur sömu stöðu fyrir nútímann og Pavarotti hafði áður að mjög mörgu leyti.

Eitt besta lag tónlistarferils Bocelli, Time to Say Goodbye, dúett með Söruh Brightman, er í tónlistarspilaranum hér á síðunni. Eitt af allra fallegustu lögum síðustu áratuga að mínu mati.

mbl.is Bocelli í Egilshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það má með sanni segja að Bocelli sé undursamlegur söngvari...

En minn kæri þú ert einn þeirra heppnu að hafa setið heima í gær, og ekki verið rændur Idolinu þínu, eins og ég..!

Þvílík vonbrigði , þó alls ekki söngur hans, heldur soundið og öll umgjörðin.

Það mátti heyra saumnál detta í salnum, fólk reyndi að leggja við hlustir, en því miður voru hljómleikarnir ekki keyrðir í gegnum sound-kerfi.. eitthvað gamalt dual-steríói heimabíó kannski..

Fjölmargir létu sig hverfa út í hléi, og var fólk kríhvítt í framan vegna vonbrigða...

Algjör synd að hlusta á tékknesku sinfóníuna og Andrea eins og maður hafi verið að hlusta á gamla svart-hvíta bíómynd frá Chaplin tímanum...

Lagalistinn var háklassískur og ekkert þeirra laga sem hafa orðið útvarpsvæn og vinsæl með honum voru þarna... ok í lagi með það...

Andrea var hógvær, fallegur, söng eins og engill , en það bara heyrðist svo illa í honum, þér að segja vildi ég ennþá eiga þá hrifningu og tæru snilld sem hann sýnir á myndböndum og á hljómleikum sem ég á með honum á DVD, í hjartanu án þess að hafa látið eyðileggja það í Egilshöll í gærkvöld..

Þvílíkt svekk...

kveðja

Valdís

Valdís (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 08:42

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentið Valdís. Mjög gott að heyra þetta. Vonandi kemur þá Andrea aftur og menn búa almennilega að honum, ef marka má þetta hefur upplifunin ekki verið spes, sem er leitt að heyra.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.11.2007 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband