Gyðjubarninu tryggt farsælt líf

Öðru hverju birtast fréttir þar sem sagt er af einstökum börnum, sem einhverra hluta vegna hafa komið öðruvísi í heiminn en öll hin börnin. Það er sérstaklega athyglisvert að fylgjast með fréttum af indverska gyðjubarninu, sem fæddist með fjóra handleggi og fótleggi. Þetta hlýtur að teljast nær einstakt tilfelli, en ansi oft heyrum við af samvöxnum tvíburum eða að fleiri puttar eða tær séu til staðar. Þessi einstöku börn öðlast jafnan heimsathygli og fylgst er með uppvaxtarárum þeirra.

Eflaust verður það sama um þetta blessaða barn. Mestu skiptir að aðgerðin gekk vel og vonandi hefur barninu verið tryggt farsælt líf, sem hefði ekki getað orðið við óbreyttar aðstæður. En þetta er enn eitt kraftaverk heimsins og til marks um hvað læknavísindin eru góð, hægt sé að gera hrein kraftaverk til að tryggja að þeir fæðast öðruvísi fái hjálp við að geta lifað lífinu sem við öll teljum svo mikilvægt, sé hægt að veita hana.

Stundum er ekki hægt að hjálpa en vísindin tryggja að það er hægt fyrir æ fleiri. Það skiptir máli og því er þessi frétt svo jákvæð og gott að allt gekk vel.


mbl.is Aðgerð á „gyðjubarninu" gekk vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Eins gott að hún er ekki Votti.      Það hefði verið rosalegt ef það hefði verið hugsandi haus á áfasta tvíburanum   Læknavísindin eru ótrúleg.

Helga Dóra, 7.11.2007 kl. 13:55

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Góður punktur Helga Dóra. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.11.2007 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband