Sjokkerandi flugreynsla fyrir austan

Fokker 50 Það hlýtur að hafa verið sjokkerandi flugreynsla sem flugfarþegar Fokker 50 á milli Egilsstaða og Reykjavíkur upplifðu í kvöld þegar að olíuþrýstingur féll í öðrum hreyflinum. Sumir þeirra hafa sagt að þeir töldu sína síðustu stund upprunna, sem eru eðlileg fyrstu viðbrögð þegar að eitthvað fer úrskeiðis. En allt fór vel og vélin sneri við til Egilsstaða og lenti þar heilu og höldnu.

Það er fyrir mestu að þetta gekk allt vel og að ekki fór illa. Sé þó að einn farþegi kvartar í frétt á vísi.is yfir því að ekki hafi verið nógu vel gert við farþegana, þeim t.d. ekki boðin gisting fyrir austan eða hugsað um að redda þá annarri vél austur til að koma þeim heim. Þessi frétt vakti athygli mína.

Heilt vona ég að allt hafi annars farið vel, fólkinu liðið vel og allir verið ánægðir að leiðarlokum með hversu vel tókst til að lokum.

mbl.is Lenti aftur á Egilsstaðaflugvelli eftir að olíuþrýstingur í öðrum hreyfli féll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Ertu ekki að grínast??

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.11.2007 kl. 01:00

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Með hvað? Er bara að benda á viðbrögð farþega úr þessu flugi. Þekki vissulega ekki málið vel en finnst samt spes að ekki hafi verið kannað betur með fólkið og aðstöðu þess, þar sem nótt er framundan og ekki hafa allir í hús að venda með gistingu. Fannst lýsingar þessa farþega, sem ég linka á, athyglisverðar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.11.2007 kl. 01:03

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

"Lent var á Egilsstöðum uppúr kl. 21 og gekk lendingin að óskum og eftir að farþegar voru komnir aftur í flugstöðina á Egilsstöðum fór flugstjóri vélarinnar yfir atvikið með farþegum auk þess sem þeim var boðin áfallahjálp.

Farþegar tóku þessu atviki með mikilli stillingu auk þess sem áhöfn vélarinnar var þakkað fyrir fagmannleg vinnubrögð með lófataki að loknum útskýringum flugstjóra, segir Flugfélag Íslands..

Engin hætta myndaðist við þetta atvik enda flugvélar af þessari tegund byggðar til að geta flogið á öðrum hreyfli en í samræmi við vinnureglur voru slökkvilið, lögregla og björgunarsveitir í viðbragðsstöðu á flugvellinum við lendingu." (leturbr.mín)

Með góðum vilja er hægt að gera allt tortryggilegt. Öllum nema einum manni ber saman um að þarna hafi verið viðhöfð hárrétt viðbrögð, bæði í öryggis -og umönnunarmálum. Var þeim sérstaklega hrósað fyrir með lófataki. En samt tókst þér að finna einn sem var súr. Einn. En einn telur.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.11.2007 kl. 01:19

4 identicon

Ég verð nú að segja að viðbrögð áhafnar séu til fyrirmyndar og að flugstjórinn hafi farið yfir röð atvika með farþegum er mjög fagmannlegt.  Síðan sést líka í tíufréttum að allt hafi verið til staðar þegar vélin lenti.  Einnig var fólki boðin áfallahjálp ef því var brugðið.

Þetta var til fyrirmyndar og önnur vél var send frá Reykjavík.

Jónas Arnarss (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 01:19

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Helga: Ég velti upp þessum fleti málsins. Ég setti spurningamerki á eftir fyrirsögninni eins og þú eflaust sérð. Annars er þetta fréttatilkynning frá Flugfélagi Íslands og ég vona auðvitað að allt gott hafi verið gert og allt sé eins og þar stendur rétt. Fréttavefur gerði ummæli þessa farþega að frétt og ég linka á það. Ég fullyrði ekki neitt um þetta og set fyrirsögn fram í spurningastíl.

Jónas: Já, vonandi hefur allt farið vel. Það skiptir öllu. Ef allir eru ánægðir þá er þessi frétt marklaus og varla mark tekið á henni þá. Þetta vakti samt athygli mína. Get ekki neitað því. En hafi vandi allra verið leystur er þetta allt hið fagmannlegasta.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.11.2007 kl. 01:24

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ákvað að breyta fyrirsögn. Þó spurningamerki hafi verið í henni er ekki rétt að fókusera á lýsingu eins manns, en ég fjalla um hana og bendi á fréttina. Hún stendur ein og sér sem fréttamat vísis og fólk getur lesið hana. Heilt yfir vona ég að flestallir hafi verið ánægðir með stöðuna eftir lendingu.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.11.2007 kl. 01:47

7 identicon

Það er reyndar ótrúlegt að þegar eitthvað tekst vel þá þarf alltaf einhver að vera neikvæður. Fréttin á visir.is er einfaldlega bara til þess gerð að gera þetta neikvætt. Fokker 50 vélarnar eru þær traustustu sem til eru fyrir íslenskar aðstæður eins og allir vita en auðvitað gengur ekki alltaf allt upp .  Þar að auki eru íslenskir flugmenn þrautþjálfaðir í að takast á við svona aðstæður.

Góða ferð.

Flyer (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband