Slitnar upp úr umtöluðu konunglegu sambandi

Harry og ChelsyUm fáa hefur gustað meira innan bresku konungsfjölskyldunnar á síðustu árum en Harry, yngri son Karls og Díönu. Myndir af honum í annarlegum stellingum hafa birst í blöðum og hann þykir vera frekar laus í rásinni. Skv. fréttum hefur nú slitnað upp úr umdeildu sambandi hans og Chelsy Davy. Það er óhætt að segja að Harry hafi verið líflegasti fulltrúi konungsfjölskyldunnar á þessum fyrsta áratug 21. aldarinnar og hafi sýnt og sannað að konunglegt líf þarf ekki að vera hundleiðinlegt.

Harry hefur þó átt sínar mjúku hliðar á árinu, en hann flutti hrifnæma minningarræðu um móður sína á áratugs ártíð hennar í ágústlok. Þess á milli hefur hann þó stuðað allhressilega, svo mjög að mörgum lykilmönnum hirðarinnar hefur þótt nóg um. Eflaust er það eðlilegt að strákur á hans aldri lifi lífinu. Það hlýtur að vera leiðinlegt til lengdar að vera bundinn af hefðum og siðavenjum eldgamallar hirðar sífellt. Það þarf sterk bein til að þola góðu dagana eins og þá vondu.

Harry var ekki nema tólf ára þegar að móðir hans dó í París í skelfilegu bílslysi. Þau endalok höfðu mikil áhrif á hann, eins og hann lýsti sjálfur í sjónvarpsviðtali fyrr á árinu. Hann hefur fetað í fótspor móður sinnar með mannúðarstarfi, rétt eins og bróðir hans, en þess á milli lifað hátt svo eftir hefur verið tekið. Hann hefur lifað í skugga fjölmiðla síðustu árin, rétt eins og móðir hans áður. Hún dó allt að því í myndavélablossa paparazzi-ljósmyndara eins og frægt er orðið og lifði fjölmiðlalífi. Báðir hafa bræðurnir verið hundeltir af fjölmiðlum og ágengni þeirra aukist ár frá ári eftir endalokin í París.

Þó að flestum þyki Harry Bretaprins að einhverju leyti merkilegur einstaklingur er fjölmiðlaáráttan í kringum þetta fólk farið yfir öll mörk. Það virðist ekki geta átt neitt einkalíf og varla má það hreyfa sig án þess að það sé dekkað í fjölmiðlum. Þetta hlýtur að vera þrúgandi og leiðigjarnt líf. Enda held ég að Harry sé ekkert villtari en margir aðrir jafnaldrar hans, þó breska pressan lýsi honum sem villtum ungum manni.


mbl.is Harry prins og Chelsy Davy hætt saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Rosalega værum við frægir ef blaðaljósmyndarar hefðu náð að festa okkur á filmu við hvert athæfi, þegar við vorum á þessum aldri.

Þórbergur Torfason, 11.11.2007 kl. 00:36

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

hehe Já segðu Þórbergur. Það væri ekki amalegt. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.11.2007 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband