Er Hugo Chavez endanlega að flippa yfir um?

Hugo ChavezÞað er ánægjulegt að Juan Carlos, Spánarkonungur, hafi sagt einræðisherranum Hugo Chavez í Venezuela að þegja í gær þegar að hann réðst að José María Aznar, fyrrum forsætisráðherra Spánar, á leiðtogafundi ríkja Rómönsku Ameríku. Fundinum var ætlað að færa saman hinar rómönsku þjóðir en hefur sennilega aðeins fært þær í sundur. Það sést sífellt betur að einræðisherrann Chavez kann sig ekki á alþjóðavettvangi og hefur enga stjórn á sér.

Það er með óhug sem hugsað er til stjórnar Chavez í Venezuela. Hann hefur nú beitt valdi sínu til að tryggja að hann geti boðið sig endalaust fram aftur og meira að segja gerst svo óforskammaður að lengja kjörtímabilið sem hann var kjörinn til fyrir nokkrum árum um tvö ár. Það stefnir því allt í að Chavez muni drottna þarna árum saman. Þetta er ekkert frábrugðið því sem Robert Mugabe gerði, utan þess að hann á sér varla stuðningsmenn utan lands síns. Vinstrimenn víða hafa jú varið þennan einræðisherra með áberandi hætti.

Juan Carlos, Spánarkonungur, hefur jafnan þorað að tala þegar þess þarf. Það gerðist í Santiago í gær á meðan að Chavez sýndi hverslags ruddi hann er á alþjóðavettvangi. Það hvernig hann talaði um fyrrum stjórnmálamann einnar þjóðarinnar, sem lét af embætti fyrir um fjórum árum, var fyrir neðan allt og með ólíkindum hverskonar þráhyggju þessi einræðisherra er haldinn. Hann er endanlega að flippa yfir um og er vinstristefnu um allan heim til skammar.


mbl.is Spánarkonungur sagði Chaves að þegja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

"Það er með óhug sem hugsað er til stjórnar Chavez í Venezuela. Hann hefur nú beitt valdi sínu til að tryggja að hann geti boðið sig endalaust fram aftur og meira að segja gerst svo óforskammaður að lengja kjörtímabilið sem hann var kjörinn til fyrir nokkrum árum um tvö ár."

Vá, en óhuggulegt. Hugsasér, hann getur boðið sig fram endalaust, svona eins og í einræðisríkjunum í Evrópu. Hvað gat Davíð boðið sig oft fram? Hvaða stjórnarskrárákvæði hindraði hann í því? Svo má taka það fram að stjórnarskrárbreytingarnar í Venezuela hafa allar verið samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslum.

Hvað hefur þú fyrir þér að Chavez sé einræðisherra, fyrir utan japlið í Bush? Ruddi er hann nú líklega, enda skefur hann ekki utan af því sem hann segir. En það breytir því ekki að hann er lýðræðislega kjörinn. Fjölmiðlar eru mun frjálsari í Venezuela en í mörgum öðrum löndum. Flestir einkareknu fjölmiðlarnir eru hatrammir andstæðingar ríkisstjórnarinnar og fá að vera það áfram þrátt fyrir að margir þessara fjölmiðla hafi stutt valdaránstilraun hersins gegn Chavez! Reyndar var útsendingarleyfi einnar sjónvarpstöðvarinnar ekki endurnýjað og voru það mistök að mínu mati. En  fjöldamargar sjónvarpstöðvar anstæðar Chavez eru enn í loftinu. Ég spyr enn, hvers vegna kalla þú Chavez einræðisherra. Ruddaleg hegðun gerir menn ekki að einræðisherrum, þaðan af síður sú staðreynd að þeir geti boðið sig fram oftar ein einusinni eða tvisvar. Þannig að ég vil endilega fá rök fyrir þessari staðhæfingu þinni.

Guðmundur Auðunsson, 13.11.2007 kl. 13:23

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Áður var forsetanum veittur viss tími á valdastóli hámark, svipað og er í Bandaríkjunum. Því var breytt til að þóknast Chavez. Mér finnst það ekki eðlilegt að afnema slík mörk og hef jafnan talað fyrir því. Auk þessa hefur kjörtímabil hans sem er í gildi verið lengt. Þetta lyktar af einræði og að mínu mati er Venezuela kúgað einræðissamfélag. Ekkert ósvipað Hvíta Rússlandi. Held að Chavez sé mjög umdeildur meðal vinstrimanna. Það eru ekki allir sem vilja láta kenna sig við svona truflaða ráðamenn sem betur fer.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.11.2007 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband