Baltasar kvikmyndar Grafarþögn eftir Arnald

Grafarþögn Ákveðið hefur verið að Grafarþögn, ein þekktasta skáldsaga Arnaldar Indriðasonar, um lögreglumanninn Erlend Sveinsson og aðstoðarfólk hans; Elínborgu og Sigurð Óla, verði brátt kvikmynduð af Baltasar Kormák. Grafarþögn, sem kom út árið 2001, er ein víðlesnasta íslenska skáldsaga hérlendis á síðustu árum og er rómuð meðal bókalesenda víða um heim, en bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála.

Fyrir rúmu ári var kvikmyndaútgáfa af sögu Arnaldar, Mýrinni, frumsýnd. Mýrin hefur slegið í gegn víða um heim. Hún var sigursæl á Edduverðlaununum í nóvember 2006 og hlaut fimm verðlaun, þar á meðal sem besta mynd ársins og fyrir leik Ingvars E. Sigurðssonar í hlutverki Erlends Sveinssonar, rannsóknarlögreglumanns. Ingvar fór á kostum í hlutverkinu og varð Erlendur, hvort sem við höfðum áður séð hans týpu í karakternum eður ei.

Ég var virkilega ánægður með Mýrina þegar að ég sá hana á sínum tíma og skrifaði þá þessa ítarlegu umfjöllun um hana. Þjóðin hefur með því að fjölmenna í bíó sýnt það með skýrum hætti að hún vill framhald á. Öll viljum við sjá bækur Arnaldar lifna við. Það er því gleðiefni að bráðlega muni Grafarþögn verða kvikmynduð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru mikil gleðitíðindi.  Þarna koma saman tveir snillingar og útkoman getur ekki orðið annað en góð.

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 23:00

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, þetta eru góðar fregnir. Þetta eru bækur sem þjóðin metur mikils og myndirnar geta ekki klikkað. Mjög spennandi að sjá sögurnar lifna við á hvíta tjaldinu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.11.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband