Körfuboltastarfsmaður missir þrjá fingur í Ísrael

Körfubolti Það er alveg rosalegt að lesa fréttina um körfuboltaslysið í Ísrael. Það er ekki á hverjum degi sem slys af þessu tagi gerist á íþróttaleik. Það er rosalegt að missa heila þrjá fingur með þessum hætti. Það er ekki nema von að yfirmenn körfuboltamála í landinu vilji komast að því hvort þetta var slys eða viljaverk. Það er vonandi að enginn sé svo illa innrættur að gera öðru fólki viljandi skráveifu af þessu tagi.

Annars finnst mér heilt yfir harkan í íþróttum vera að aukast. Íþróttamenn eru vissulega alltaf í þeirri stöðu að geta slasast í miðjum leiknum. Enda eru íþróttamenn jafnan vel tryggðir og passað upp á heilsu þeirra og allan aðbúnað. Hinsvegar er hitinn í stuðningsmönnum að aukast alltaf. Hef tekið eftir þessu hérna heima, nægir þar að rifja upp frægan leik ÍA og Keflavíkur í boltanum í sumar, þar sem lá við handalögmálum.

Íþróttir eiga að vera skemmtilegar og drengilegt yfir þeim í hvívetna. Það á að vera grunnur þeirra að tekist sé drengilega á og svo takist menn í hendur að því loknu, sætti sig við hver vann og hver tapaði.

En aumingja maðurinn þarna í Ísrael. Vonandi geta þeir komist að því hvað gerðist þarna.

mbl.is Missti þrjá fingur á körfuboltaleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég tek það sem svo, að þú sért að gera gys að fréttamati mbl.is.  Þetta er náttúrulega alveg stórfrétt, sérstaklega þegar haft er í huga að allt logar í óeirðum á Ítalíu í kjölfar þess að aðdáendur Juve og Lazio stoppuðu óvart á sama matsölustaðnum.

Marinó G. Njálsson, 12.11.2007 kl. 14:29

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Í og með var þetta grín já.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.11.2007 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband