Íslenskt óæti kynnt á alþjóðavettvangi

Gordon Ramsay Íslenskur hákarl hefur jafnan verið frekar umdeildur matur. Annaðhvort dýrkar fólk hann eða gjörsamlega hatar út af lífinu. Ég er einn þeirra sem finnst hákarl ekkert sérlega góður og reyni að sneiða allsnarlega framhjá honum við þorrablót og þess háttar mannfagnaði. Finnst reyndar þorramaturinn, þessi gamli góði sem sumir nefna svo, gersamlega ógeðslegur og borða svo til ekkert af honum.

Reyni að komast af með hið klassíska íslenska hangikjöt og meðlæti því tengt og harðfiskinn. Annað borða ég hreinlega ekki. Það hefur verið svo síðan að ég man eftir. Gerði heiðarlega tilraun til að éta þetta óæti fyrir einhverjum árum með þeirri heiðarlegu ákvörðun í kjölfarið að reyna það aldrei aftur. Það má vel vera að margir kjammsi fram og til baka yfir þessum mat en ég er ekki einn af þeim og verð aldrei. Þegar að ég vil borða mat sneiði ég snarlega framhjá mygluðum mat og innmat úr skepnum með sakleysislegt augnaráð.

Ég skil því vel tilfinningar Gordons Ramsay er hann fær sér bita af íslenskum hákarl sérstaklega. Kannski er séns að slafra þessu niður með snafsglasi af íslensku brennivíni, annars ekki.

mbl.is Gordon Ramsay ælir íslenskum hákarli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Stefán, ég er svo sammála þér með þorramatinn. Að mínu mati, þá á ekki að borða skemmdan mat

Fannar frá Rifi, 7.12.2007 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband