Uppsveifla nýliðans - Clinton talar gegn Obama

Hillary Rodham Clinton og Barack Obama Eftir sigurför þeldökka þingmannsins Barack Obama í Iowa og New Hampshire, þar sem hann mælist nú á pari við Hillary Rodham Clinton, er um fátt meira rætt en hvort hann muni skáka forsetafrúnni fyrrverandi í baráttunni um útnefningu demókrata í forsetakosningunum 2008. Fram til þessa hefur það verið metið nær öruggt að Hillary Rodham Clinton yrði frambjóðandi flokksins og myndi eiga næsta auðvelt með að næla í útnefninguna. En það er ekki tekið út með sældinni að vera lengi í forystu svona kapphlaups og það getur snúist upp í öndverðu sína er á hólminn kemur.

Fyrir forsetakosningarnar 2004 var mikið skorað á Hillary Rodham Clinton að gefa kost á sér gegn George W. Bush. Þá hefði hún getað snúið allri samkeppni upp bara með því að blikka augunum til flokksmanna. Hillary fór ekki fram enda vildi hún standa við loforð til íbúa í New York um að klára kjörtímabil sitt. Hún var hyllt sem sigurhetja á flokksþinginu í Boston árið 2004 og þau hjónin voru stjörnur þingsins þar sem krýna átti John Kerry sem forsetaefni flokksins í heimaborg sinni. Stjörnumáttur þeirra var þar yfirgnæfandi allt þingið, þó sérstaklega væri gætt upp á að þau kæmu saman fram bara fyrsta þingdaginn.

Það verða mikil tíðindi ef Hillary tapar fyrir Barack Obama í þessari baráttu. Það er þó margt sem bendir til þess að Hillary eigi framundan tvísýna baráttu við Obama. Það kristallast vel í ummælum Bill Clinton, fyrrum forseta Bandaríkjanna, sem minnti á reynsluleysi Obama í stjórnmálum um helgina. Hann hafi aðeins gegnt kjörnu embætti í tvö ár og sé óskrifað blað. Nefndi að hann hefði átt að bíða. Líkti sér við hann. Eins og flestir muna var skorað á Clinton að fara fram í forsetakosningunum 1988 en þá ákvað hann að bíða vegna reynsluleysis. Clinton forseti svona gaf í skyn að Obama hefði átt að gera slíkt hið sama. Það væri of mikil áhætta að veðja á hann.

Sigurför Obama að undanförnu þarf kannski ekki að koma að óvörum. Fyrir ári var frækin för hans um New Hampshire mikið í umræðunni. Hún var jafnvel borin saman við það þegar að John F. Kennedy, 35. forseti Bandaríkjanna, kom þangað fyrir hálfri öld og lagði grunninn að lykilsigri sínum þar sem markaði hann sem forsetaefni demókrata og það sem tók við í sögulegum forsetakosningum sama ár þar sem hann lagði Richard M. Nixon, sitjandi varaforseta, að velli. Obama þykir hafa sjarmann og útgeislunina sem Kennedy hafði og virðist maður nýrra tíma meðal demókrata, ekki ósvipað því sem Bill Clinton var á sínum tíma.

Fram að þessu hefur Hillary þótt stjarna á sviði flokksins. En er Hillary búin að missa sinn sjarma? Er hún að missa tökin á stöðunni? Þetta eru stórar spurningar óneitanlega. Það hlýtur að fara altént um Clinton-hjónin í þessari stöðu. Það er alveg ljóst að tapi Hillary mun ekki aðeins hún veikjast verulega á þessari áhættu sem fylgdi framboðinu heldur líka eiginmaður Hillary, Bill Clinton, 42. forseti Bandaríkjanna. Þau leggja allt sitt í framboðið og sækja bæði alla peninga sem þau geta safnað og leita í allar áttir stuðningsmanna sem þau telja mögulega geta styrkt framboðið.

Það sem styrkir Obama mest nú er að hann fær stimpil sem framtíðarstjarna, er viss vonarneisti fyrir Demókrataflokkinn eftir átta ár utan Hvíta hússins. Hillary er reynd og eiginkona síðasta forseta demókrata, en það vita allir hver hún er og hún boðar fátt nýtt, utan þess að verða auðvitað fyrsta konan á forsetastóli nái hún alla leið. Baráttan er allavega jöfn og greinilega barist harkalega um sigur í fyrstu fylkjunum.

mbl.is Obama spurður um íslenska vetnissamfélagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Hvort sem vinnur þennan leik vona ég að það verði demokrati sem vinnur forsetakosningarnar sjálfar. Þeir viðurkenna vandamál eins og mengun og hitnun jarðar. Bandaríkjamenn eru svo sjálfhverfir að þeir hugsa yfirleitt ekkert um slíkt.  Þeir eru jafnvel verri en Íslendingar.

Jón Sigurgeirsson , 17.12.2007 kl. 01:02

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Obama fengi mitt atkvæði, ef ég mætti kjósa !

Jónína Dúadóttir, 17.12.2007 kl. 08:12

3 Smámynd: Adda bloggar

góð færsla.komnar myndir af nyja prinsinum

Adda bloggar, 17.12.2007 kl. 10:03

4 identicon

Obama hefur gífurlega persónutöfra og hann er frábær ræðumaður.

 Ég fór á fund með honum í New Hampshire í sumar og ég hef aldrei heyrt jafn áhrifamikinn ræðumann.  Maður fékk það á tilfinninguna að þarna færi maður sem væri í pólitíkinni út frá réttum forsendum, ekki pólitísk maskína eins og manni finnst Hillary oft vera.  

 Var að fá lánaðar bækurnar hans tvær og mér hefur verið sagt að hann sé ofboðslega vel skrifandi.  Ég hlakka til að lesa þær.

Þetta verður spennandi.  Clinton hjónin eru að fara á taugum.   Obama er vonandi næsti forseti Bandaríkjanna.

Oddur Ólafsson (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband