Þrælahald í nútímanum

Þrælahaldarinn Svona innst inni taldi maður að þrælahald væri arfur frá liðinni tíð og það væri nú til dags væri aðeins hægt að lesa um það í sögubókum. Það er þó alls ekki svo. Að slíkt skuli gerast hjá auðugum hjónum á Manhattan í New York vekur að sjálfsögðu heimsathygli og um leið spurningar um hvort að mörg fleiri dæmi af slíku tagi séu til í hinum vestræna heimi.

Það er gefið í skyn að indónesísku konurnar sem voru vistaðar hjá þessum auðugu hjónum hafi bæði verið misþyrmt líkamlega og andlega. Þetta er í einu orði sagt skelfilegur vitnisburður um hugsunarhátt fólks. Það er ekkert verra en þegar að fólk meðhöndlar starfsfólk sitt, hvar sem það er, sem þræla og jafnvel ber það eins og harðfisk.

Það hlýtur að verða refsað harkalega fyrir svona brot á almennum mannréttindum. Í Bandaríkjunum, þar sem mikið er talað um frelsið og mannréttindin, hlýtur að vera tekið á svona skelfilegum málum í nútímanum.

mbl.is Fundin sek um þrælahald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband