Hikandi bandarísk afsökunarbeiðni

Erla Ósk Arnardóttir Það er ánægjulegt að bandaríska heimavarnarráðuneytið hafi sent út yfirlýsingu þar sem meðferðin á Erlu Ósk Arnardóttur er hörmuð. Þó er ekki hægt að segja annað en að afsökunarbeiðnin sé nokkuð hikandi. Orðalagið að harma hlutina er ekki eins afgerandi og t.d. að segjast biðjast afsökunar á því. Þannig að þetta verður öllu bragðlausari afsökunarbeiðni en ella hefði getað orðið, þar sem greinilega er reynt að halda andlitinu diplómatískt.

Þetta er auðvitað vandræðalegt mál fyrir bandarísk yfirvöld og til skammar að íslenskur ríkisborgari fái slíka meðferð. Öðru hefði gilt ef Erlu hefði einfaldlega verið vísað úr landi og ekkert meira hefði gerst. Vissulega hafði Erla Ósk brotið af sér skv. bandarískum lögum en meðferðin sem hún sætti í flugstöðinni er af slíkum toga að til skammar telst. Það að leiða fólk, sem hefur ekki meira af sér gert en þetta, í gegnum flugstöðina hlekkjað á höndum og fótum er til skammar af landi sem vill vera í fylkingarbrjósti í heiminum.

Það væri auðvitað eðlilegast að Erla Ósk fari í mál við bandarísk yfirvöld vegna þessa, telji hún það rétt. Sá á einhverri vefsíðunni að hún hugleiðir málaferli. Væntanlega geta það verið einu eðlilegu endalokin á þetta mál, en ekki þessi hikandi afsökunarbeiðni.

mbl.is Harma meðferðina á Erlu Ósk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er engin afsökunarbeiðni í þessari yfirlýsingu...því miður...innatómt kjaftæði og orðagjalfur hjá Kananum enda ekki við öðru að búast.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.12.2007 kl. 16:12

2 Smámynd: Sigurjón

Ég verð að vera sammála síðasta ræðumanni.

Sigurjón, 19.12.2007 kl. 16:14

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þeir vissulega ganga skrefið smáleið með því að segjast harma meðferðina. Þetta er svona i am sorry but this is just how it goes afsökun. Hikandi og marklaus í sjálfu sér, diplómatísk tilraun til yfirklórs. Alþekkt. Held að skrif mín um þetta mál hafi verið gagnrýni á vinnubrögðin í Bandaríkjunum, ekki hef ég varið svona verklag allavega. Erla Ósk á bara að höfða mál og sækja sinn rétt. Það er eina leiðin fyrir hana tel ég. Hvað ætli að Ingibjörg Sólrún geri í málinu? Ætlar hún að koðna niður bara til að hafa bandaríkjamenn góða vegna þessa ruglmáls sem öryggisráðsumsóknin er?

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.12.2007 kl. 16:17

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Harma og harma, veit ekki??  kemur í ljós.  Kær kveðja norður.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 16:41

5 identicon

Er það bara til skammar ef íslenskur ríkisborgari fái svona meðferð?

Högni haraldsson (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband