Er Erla Ósk sátt við þessi málalok?

Það er gott mál ef Erla Ósk Arnardóttir er sátt við þá niðurstöðu að bandarísk yfirvöld aðeins harmi meðferðina á henni en biðjist ekki heiðarlega afsökunar á henni. Það er í hennar valdi að höfða mál ef hún er ekki sátt og hún á að mínu mati alvarlega að íhuga þann möguleika, þó vissulega geti það verið langvinn og erfið barátta. En að mínu mati snýst þetta mál um mannréttindi og það að komið sé fram við fólk með mannúðlegum hætti, er það ekki svo að mati okkar allra? Ekkert okkar sem fer til Bandaríkjanna viljum allavega upplifa brot af því sem Erla Ósk gekk í gegnum.

Vissulega hefur Erla Ósk unnið hálfan sigur hið minnsta með umfjölluninni. Þetta mál hefur verið í fjölmiðlum víða og rödd hennar hefur komist til skila í málinu. Stjórnvöld hér kölluðu sendiherrann á sinn fund og við létum reiði okkar í ljósi. Kannski mátti búast við að niðurstaða bandarískra yfirvalda yrði útvatnað diplómatískt yfirklór þar sem reynt er að biðjast afsökunar án þess að nefna afsökunarbeiðni í sjálfu sér á nafn. Diplómatískir klækjarefir eru meiri snillingar í því en aðrir að sýna iðrun án þess að meina orð af því eða biðjast afsökunar í sjálfu sér.

Finnst boltinn meira staddur hjá utanríkisráðherranum íslenska. Þó að það sé hart í ári vegna öryggisráðsþvælunnar sem hún og hennar fólk standa fyrir á það ekki að koma niður á þessu máli. Ef marka má orð Ingibjargar Sólrúnar finnst henni þessi diplómatíska afsökunarbeiðni án iðrunar nægileg.

Ef Erla Ósk er sátt á hún að vera sæl með sitt, ella höfða mál. Það eru valkostirnir og væntanlega verður málshöfðun einu eðlilegu endalokin sem geta orðið á málið, enda mun ekki koma einlæg afsökunarbeiðni frá Bandaríkjunum þó nokkrir dagar séu til jóla.

mbl.is Erla Ósk fagnar niðurstöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athugaðu að eftirfarandi var hún sátt við :

"...að bandaríska heimavarnarráðuneytið ætli sér að endurskoða starfsreglur sínar varðandi hvernig sé tekið á móti erlendum ferðamönnum."

Hvort hún höfði svo mál á eftir að ráðast.

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 19:39

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Óskar. Hún þarf að fá sinn tíma til að velta kostunum fyrir sér. Það er bara eðlilegt. Erla hefur staðið sig mjög vel í þessu máli og hefur hið minnsta unnið hálfan sigur með umfjölluninni, en hún hefur komið vel fyrir í fjölmiðlum.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.12.2007 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband