Umdeildar embættisveitingar Össurar

Össur Skarphéðinsson Það er eðlilegt að val Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, í stöður orkumála- og ferðamálastjóra sé umdeilt, enda virkar það beinlínis stórundarlegt. Þegar að ég heyrði af valinu varð ég mjög hissa, enda fannst mér þetta ekki vera hæfustu umsækjendurnir. Nú virðist jafnréttismál í uppsiglingu hvað varðar skipan í stöðu orkumálastjóra, en þar var gengið framhjá aðstoðarorkumálastjóranum sem virðist vera með betri feril að baki, en hún hefur m.a. gegnt embættinu í forföllum Þorkels Helgasonar, fyrrum orkumálastjóra.

Guðni Jóhannesson sem hlaut embættið hefur verið þekktur fyrir að vera gamall vinstrimaður og hafa sögusagnir heyrst um vinskap milli hans og Össurar. Eins og flestum er kunnugt er Guðni tengdasonur Sverris Hermannssonar, fyrrum ráðherra og bankastjóra, og því mágur Margrétar Sverrisdóttur, fyrrum forseta borgarstjórnar. Guðni sat í nefndum fyrir alþýðuflokksmanninn Jón Sigurðsson á ráðherraferli hans á níunda og tíunda áratugnum, svo fátt eitt sé nefnt. Nú ætlar Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir að óska eftir rökstuðningi ráðherrans og verður áhugavert að sjá hann og hvort að málið fari til umboðsmanns eða jafnvel lengra. Það blasir eiginlega við.

Það vakti mikla athygli mína að skipan Ólafar Ýrr Atladóttur í stöðu ferðamálastjóra var réttlætt t.d. með jafnréttissjónarmiðum á sama degi og Össur gekk framhjá kvenkyns aðstoðarorkumálastjóra í starf sem hún hefur gegnt áður. Ólöf er reyndar komin af sjálfstæðisættum eins og flestir vita, en faðir hennar er bróðir Björns Dagbjartssonar frá Álftagerði í Mývatnssveit, fyrrum alþingismanns Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Það er greinilegt á fólki sem ég þekki úr ferðaþjónustugeiranum að það er undrandi yfir valinu á Ólöfu Ýrr, enda hafa mjög margir umtalsvert meiri reynslu úr ferðaþjónustugeiranum en hún. 

Það er ekki nema von að sú spurning vakni hvort að Ólöf Ýrr hafi verið valin af jafnréttissjónarmiðum sérstaklega til að fegra valkost Össurar Skarphéðinssonar í stöðu orkumálastjóra. Þar valdi hann karlmann umfram hæfa konu, sem flestir töldu að fengi starfið. Össur getur t.d. varið ráðningu Guðna með því að hann hafi nú valið konu sem ferðamálastjóra. Þetta hlýtur að teljast líkleg kenning.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

árrrrrrrrrrrrriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiððððð

Einar Bragi Bragason., 3.1.2008 kl. 00:29

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvar er Lúðvík Bergvinsson núna? ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.1.2008 kl. 00:58

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kveðjuna Einar. Gleðilegt ár!

Nákvæmlega, Hjörtur minn.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.1.2008 kl. 01:01

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Gleðilegt nýtt ár.

Ester Sveinbjarnardóttir, 3.1.2008 kl. 02:18

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

kynjakódi - ein kona og einn karlmaður - ég styð þessa kenningu þína Stefán

Óðinn Þórisson, 3.1.2008 kl. 09:55

6 identicon

Embættisveitingar ráðherra verða alltaf umdeilanlegar. Það er ekki langt síðan að önnur embættisveiting skipaðs dómsmálaráðherra varð ansi umdeilanleg. Ekki þannig að við báðir virtumst telja hana gerða af visku og hárréttu mati. Umsækjendur mega ekki skaðast af tengslum eða frændsemi við þekkta einstaklinga. Að þessu leyti fannst mér ættfræðarekja þín ekki eiga við í þessum pistli. En þeir mývetningar geta svarað fyrir sig og eru meir að segja orðfimir.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 10:01

7 identicon

Sælir

Held það sé mikið til í þessari kenningu þinni. Samfylkingin sér um sína, það er bara þannig.

mbk.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 18:21

8 identicon

Sæll aftur

Var nú aðeins að vafra inn á Eyjunni. Get nú verið sammála Birni Hrafnssyni í þetta skiptið. Hann bendir á að þeir sem harðast vörðu embættisveitingu Sjálfstæðisráðherrans Árna M. gagnrýna nú Össur. Hvar er trúverðugleikinn?

mbk.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 21:00

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

 Mig rekur minni til að margfrægur bloggari hafi varið embættisveitingu samflokksmanns síns með oddi og egg þó svo hann hafi verið talinn lakastur umsækenda. Hér er þessi umsækjandi talinn hæfastur af öllum sem um málið fjölluðu...og var staðfest í fréttum af málinu.

http://stebbifr.blog.is/blog/stebbifr/entry/396407/

Minnir þetta blogg ekki svolítið á söguna um flísina og bjálkann.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.1.2008 kl. 23:07

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Bingi nefnir nú engin nöfn í þessu sambandi. Hverja á hann við? Þeir hljóta að vera a.m.k. nokkrir.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.1.2008 kl. 23:28

11 identicon

Gleymið þið íhaldsfélagar ekki að Guðni var talinn hæfastur af umsækjendunum!! Það kannski skiptir ekki máli í augum ykkar sbr. héraðsdómaraveiting Árna Matthiesen...............

Eysteinn (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 07:50

12 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Ég vil nú benda Jóni Inga á að ég hef aldrei varið skipun Þorsteins Davíðssonar sem héraðsdómara beint, heldur bent á að ráðherra verði að geta varið þá ákvörðun. Ef hann getur ekki komið með góð rök fyrir máli sínu verður sú skipun stórundarleg. Benti bara á að það væri ósanngjarnt að tala bara um faðerni viðkomandi manns, enda virtust margir aðeins nota það sem rök. Eftir stendur að þar var matsnefnd og það þarf góð rök frá ráðherra til að snúa því við. Ekki erfitt í sjálfu sér.

Hver mat Guðna hæfastan? Var það ekki ráðuneytið sjálft undir forystu Össurar Skarphéðinssonar? Veit ekki betur. Ráðherrann skipaði hann og gekk framhjá konu sem hefur gegnt starfinu og hefur umtalsverða reynslu, líka betri menntun en sá sem skipaður var. Finnst Jóni Inga ekki undarlegt að ganga framhjá henni með þann bakgrunn að hafa reynslu af embættinu sem hún fékk ekki?

Annars verður ráðherrann að rökstyðja sitt mál. Stend samt við mitt mál að ferðamálastjóri hafi verið valinn til að ná upp kynjaslagsíðunni, enda er undarlegt að verja skipan hennar með jafnréttisástæðum á sama degi og starfandi kvenkyns orkumálastjóra er hafnað, þó kona sé og með góðan bakgrunn. Lyktar mjög undarlega. Það er mjög deilt um að Ólöf Ýrr sé hæfust í sitt starf, talaðu við ferðaþjónustufólk Jón Ingi.

Ef ráðherrar geta ekki varið ákvörðun sína og umboðsmaður telur val þeirra grunsamlegt er vont í efni. Það er eðlilegast að umboðsmaður fari yfir þessi mál, fyrst að ólga er um þau.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.1.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband