Kveikt í fjölbýlishúsi

Slökkvilið berst nú við eld sem kveiktur var af mannavöldum í fjölbýlishúsi í Breiðholtinu. Þetta er þriðji eldsvoðinn í fjölbýlishúsi í Reykjavík á þrem dögum og sá annar vegna íkveikju. Það er dapurlegra en orð fá lýst að kveikt sé í heimili fólks með þessum hætti og eiginlega ótrúleg mannvonska sem í því felst. Heimili fólks er þeirra helgasti staður og það er skelfilegt sé eldur kveiktur til að hreinlega drepa fólk eða vinna því skaða beinlínis.

Samkvæmt fréttum hefur þremur verið bjargað úr húsinu en enn eru sjö innandyra. Það er vonandi að það gangi vel að bjarga þeim. Það er á stundum sem þessum sem maður virkilega spyr sig um hvað sé að gerast í samfélaginu, þegar að eldur er kveiktur í húsi og greinilega gert hreint tilræði við fólk sem býr þar.

mbl.is Eldur í geymslu fjölbýlishúss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ekki veit ég hvernig ákærivaldið sækir svona mál, en mér þætti eðlilegt að ákært yrðu fyrir tilraun til manndráps.

Brjánn Guðjónsson, 8.1.2008 kl. 13:57

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, tek undir það, enda er það hreint tilræði við fólk að kveikja í húsi þar sem fólk er. Get ekki betur séð.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.1.2008 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband