Endatafl Bobby Fischer í sunnlenskri sveitagröf

Bobby Fischer Í sannleika sagt veit ég varla hvort ég varð meira undrandi við andlátsfregn skákmeistarans Bobby Fischer eða þá fregn að hann hefði verið jarðsettur í kyrrþey í sunnlenskri sveitagröf í Flóanum. Fischer var óútreiknanlegur á litríkri ævi sinni og lék margar lífsins skákir án þess að hika og þorði að vera öðruvísi og erfitt að spá í næstu leiki hans við taflborðið eða í lífinu almennt.

Endatafl hans með því að velja legstað sinn við Laugardælukirkjugarði tókst allavega að koma flestum að óvörum, meira að segja mörgum velvildarmönnum hans í skákgeiranum sem voru ekki einu sinni viðstaddir í fámennri athöfn. Fannst það líklegra að skákmeistarinn vildi útför í kyrrþey, og sennilega varla hvíla á höfuðborgarsvæðinu, heldur á afviknum stað úti í sveit. Og það fór þannig, en það hafði enginn getað séð þetta fyrir þrátt fyrir allt í opinberri umræðu, þegar að allir aðrir kostir voru í fjölmiðlaumræðunni, þó vissulega hafi verið talað um Þingvelli, sem voru þó aldrei raunhæfur kostur, enda blasti við öllum að hann myndi ekki hvíla í þjóðargrafreitnum.

Þetta hefur verið stór fréttadagur. Vissi varla hvort ég ætti að skrifa um fyrst; meirihlutann eða greftrun Fischers í sveitakirkjugarði á Suðurlandi. Þar sem að ég hafði skrifað í gegnum daginn um fall vinstrimeirihlutans vildi ég frekar geyma Fischer til kvöldsins, enda kom það mér satt best að segja meira að óvörum að þetta endatafl skákmeistarans yrði með þessum hætti. Stórmerkileg endalok á litríkri ævi - meira að segja í dauðanum tókst honum að koma okkur að óvörum og komast í fréttirnar fyrir það.

Endalok af merkilegum skala. En það er merkileg ævi að baki, maður sem gat stuðað og fangað athygli allt að því í sömu andránni. Fannst absúrd að hann myndi hvíla á Þingvöllum, enda taldi ég hann sjálfan ekki vilja þann sess. Enda fór það svo að hann valdi að vera fjarri allri upphefð og valdi kyrrlátan og fagran stað á Suðurlandi sem hinstu hvílu sína. Þessi umdeildi skákmeistari kveður allavega með stæl, ekki hægt að segja annað.

mbl.is Fischer jarðsettur í kyrrþey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Í sjálfu sér þarf útför Fischers í kyrrþey ekki að koma mjög á óvart þegar líf skáksnillingsins er skoðað.  Maðurinn er meira og minna búinn að vera í felum eftir að hann varð heimsmeistari.  Þetta er auðvitað eitt magnaðasta lokatafl snillingsins, enginn vafi á því.  Á meðan menn sátu á fundum þar sem skora átti á stjórnvöld að meistarinn yrði jarðsettur í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum, þá fór fram látlaus athöfn í Flóanum.  Góður Fischer.

Guðmundur Örn Jónsson, 22.1.2008 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband