30.1.2008 | 00:56
Spenna í Flórída - Giuliani búinn að vera?
Það bendir flest til þess að forkosningar repúblikana í Flórída verði örlagaríkar fyrir frambjóðendur. John McCain og Mitt Romney, eru samkvæmt könnunum líklegastir til sigurs og berjast um forystusess í baráttunni um útnefninguna í forsetakosningunum í nóvember á meðan að Rudy Giuliani rær þar pólitískan lífróður sinn. Það er allavega ljóst að það skiptir máli hvernig fer, enda hlýtur sigurvegarinn alla þingfulltrúa fylkisins, tæplega sextíu að tölu.
John McCain hefur átt stórglæsilega endurkomu sem frambjóðandi á síðustu vikum, eftir að hafa verið talinn af fyrir nokkrum mánuðum. Sigrar hans í New Hampshire og Suður-Karólínu hafa fært honum byr í seglin. Sigur í Flórída nú myndi færa honum mjög sterka stöðu í ofur-þriðjudaginn eftir viku, þar sem kosið verður í rúmlega tuttugu fylkjum, en skv. könnunum hefur hann forskot í stærstu fylkjunum og hefur t.d. styrkst mjög á skömmum tíma í Kaliforníu. Sigri hann í dag verður því erfitt að stöðva hann.
Mitt Romney myndi með sigri í Flórída takast að stöðva sigurgöngu John McCain og hleypa meiri lífi í forkosningaferli flokksins. Það er að verða æ augljósara að baráttan er milli hans og McCain. Hinir frambjóðendurnir skipta æ minna máli og rétt eins og hjá demókrötum eru línurnar orðnar skýrar og munu eflaust skýrast mjög með útkomunni í Flórída, í aðdraga ofur-þriðjudagsins. Romney varð þó fyrir nokkru áfalli um helgina er McCain fékk stuðning öldungadeildarþingmannsins Mel Martinez og hins vinsæla ríkisstjóra fylkisins, Charlie Crist. Allir frambjóðendur höfðu reynt að fá stuðning Crist og McCain hefur minnt vel á í hvaða herbúðum ríkisstjórinn er.
Fyrir nokkrum mánuðum töldu flestir það öruggt mál að Rudy Giuliani myndi taka Flórída og það með sannfærandi hætti. Hann ákvað að leggja allt undir í fylkinu, sleppa fyrstu fylkjunum í forkosningaferlinu og stóla á að slagurinn yrði enn opinn þegar að Flórída kæmi og taka ofur-þriðjudaginn í kjölfarið á bylgju stuðnings þaðan. Þessi áætlun var frá upphafi talin vægast sagt djörf. Nú er hún fokin út í veður og vind. Með þessu missti Giuliani máttinn og hefur veðrast upp sem frambjóðandi á aðeins nokkrum vikum. Hann var nær allt síðasta ár með mikið forskot á aðra frambjóðendur en er nú heillum horfinn.
Af því leiðir að léleg útkoma í Flórída bindur enda á framboð hans. Nýjustu kannanir sýna að Giuliani mælist með 13-16% fylgi og þriðji eða fjórði. Hann mun ekki þola svo lélegt fylgi og þó hann yrði þriðji tel ég hann búinn að vera. Hann verður að sigra í Flórída eða í versta falli verða annar til að halda haus sem frambjóðandi. Giuliani þarf að eiga pólitíska endurkomu í þessum forkosningaslag fyrir lok mánaðarins til að geta haldið velli. Það er ekki flóknara en það. Hann virðist vera að tapa stöðu sinni á heimavelli í New York og hefur misst flugið í öllum fylkjum.
Það hefur verið ljóst síðustu dagana að mjög er dregið af borgarstjóranum sem leiddi New York í gegnum hryðjuverkin fyrir sjö árum. Hann þarf á sigri að halda, ella er þessu lokið. Það virðist ekki umflúið fyrir hann að tapa þessum slag og þá má telja öruggt að hann pakki saman og hann gaf það í skyn í dag. Þetta verður spennandi nótt. Ætla að spá McCain sigri, eins og svo margir hafa gert. Með stuðning bæði Crist og Martinez getur varla öðruvísi verið en að hann taki þetta kjör.
Forkosningarnar í Flórída marka viss tímamót í ferlinu. Aldrei hefur Flórída skipt meira máli og sennilega mun ofur-þriðjudagur aldrei skipta meira máli heldur í forkosningaferli repúblikana, sem er hið opnasta í áratugi. Aldrei fyrr hefur slagurinn verið jafn spennandi og opinn. Þó eru línur að skýrast og ég tel blasa við að eftir þennan dag verði aðeins Romney og McCain með alvöru stöðu í að vinna útnefninguna. Þannig að hringurinn þrengist í þessum spennandi átökum - spennan vex og mun meira er lagt undir.
Allra augu verða því á þessum tveim frambjóðendum og Rudy Giuliani líka. Það virðist allt stefna í að litríkri kosningabaráttu hans ljúki í sólskinsfylkinu, fylkinu þar sem hann ætlaði að rísa upp sterkur í aðdraganda ofur-þriðjudags en mun væntanlega eiga lokaspil stjórnmálaferils síns. En um leið gleðjast hinir tveir sem munu eiga spennandi baráttu eftir viku, þó ég telji að McCain vinni útnefninguna taki hann Flórída. Hann mun fara á mikilli bylgju í ofur-þriðjudaginn með sigri allavega.
John McCain hefur átt stórglæsilega endurkomu sem frambjóðandi á síðustu vikum, eftir að hafa verið talinn af fyrir nokkrum mánuðum. Sigrar hans í New Hampshire og Suður-Karólínu hafa fært honum byr í seglin. Sigur í Flórída nú myndi færa honum mjög sterka stöðu í ofur-þriðjudaginn eftir viku, þar sem kosið verður í rúmlega tuttugu fylkjum, en skv. könnunum hefur hann forskot í stærstu fylkjunum og hefur t.d. styrkst mjög á skömmum tíma í Kaliforníu. Sigri hann í dag verður því erfitt að stöðva hann.
Mitt Romney myndi með sigri í Flórída takast að stöðva sigurgöngu John McCain og hleypa meiri lífi í forkosningaferli flokksins. Það er að verða æ augljósara að baráttan er milli hans og McCain. Hinir frambjóðendurnir skipta æ minna máli og rétt eins og hjá demókrötum eru línurnar orðnar skýrar og munu eflaust skýrast mjög með útkomunni í Flórída, í aðdraga ofur-þriðjudagsins. Romney varð þó fyrir nokkru áfalli um helgina er McCain fékk stuðning öldungadeildarþingmannsins Mel Martinez og hins vinsæla ríkisstjóra fylkisins, Charlie Crist. Allir frambjóðendur höfðu reynt að fá stuðning Crist og McCain hefur minnt vel á í hvaða herbúðum ríkisstjórinn er.
Fyrir nokkrum mánuðum töldu flestir það öruggt mál að Rudy Giuliani myndi taka Flórída og það með sannfærandi hætti. Hann ákvað að leggja allt undir í fylkinu, sleppa fyrstu fylkjunum í forkosningaferlinu og stóla á að slagurinn yrði enn opinn þegar að Flórída kæmi og taka ofur-þriðjudaginn í kjölfarið á bylgju stuðnings þaðan. Þessi áætlun var frá upphafi talin vægast sagt djörf. Nú er hún fokin út í veður og vind. Með þessu missti Giuliani máttinn og hefur veðrast upp sem frambjóðandi á aðeins nokkrum vikum. Hann var nær allt síðasta ár með mikið forskot á aðra frambjóðendur en er nú heillum horfinn.
Af því leiðir að léleg útkoma í Flórída bindur enda á framboð hans. Nýjustu kannanir sýna að Giuliani mælist með 13-16% fylgi og þriðji eða fjórði. Hann mun ekki þola svo lélegt fylgi og þó hann yrði þriðji tel ég hann búinn að vera. Hann verður að sigra í Flórída eða í versta falli verða annar til að halda haus sem frambjóðandi. Giuliani þarf að eiga pólitíska endurkomu í þessum forkosningaslag fyrir lok mánaðarins til að geta haldið velli. Það er ekki flóknara en það. Hann virðist vera að tapa stöðu sinni á heimavelli í New York og hefur misst flugið í öllum fylkjum.
Það hefur verið ljóst síðustu dagana að mjög er dregið af borgarstjóranum sem leiddi New York í gegnum hryðjuverkin fyrir sjö árum. Hann þarf á sigri að halda, ella er þessu lokið. Það virðist ekki umflúið fyrir hann að tapa þessum slag og þá má telja öruggt að hann pakki saman og hann gaf það í skyn í dag. Þetta verður spennandi nótt. Ætla að spá McCain sigri, eins og svo margir hafa gert. Með stuðning bæði Crist og Martinez getur varla öðruvísi verið en að hann taki þetta kjör.
Forkosningarnar í Flórída marka viss tímamót í ferlinu. Aldrei hefur Flórída skipt meira máli og sennilega mun ofur-þriðjudagur aldrei skipta meira máli heldur í forkosningaferli repúblikana, sem er hið opnasta í áratugi. Aldrei fyrr hefur slagurinn verið jafn spennandi og opinn. Þó eru línur að skýrast og ég tel blasa við að eftir þennan dag verði aðeins Romney og McCain með alvöru stöðu í að vinna útnefninguna. Þannig að hringurinn þrengist í þessum spennandi átökum - spennan vex og mun meira er lagt undir.
Allra augu verða því á þessum tveim frambjóðendum og Rudy Giuliani líka. Það virðist allt stefna í að litríkri kosningabaráttu hans ljúki í sólskinsfylkinu, fylkinu þar sem hann ætlaði að rísa upp sterkur í aðdraganda ofur-þriðjudags en mun væntanlega eiga lokaspil stjórnmálaferils síns. En um leið gleðjast hinir tveir sem munu eiga spennandi baráttu eftir viku, þó ég telji að McCain vinni útnefninguna taki hann Flórída. Hann mun fara á mikilli bylgju í ofur-þriðjudaginn með sigri allavega.
Framboð Giulianis á bláþræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:14 | Facebook
Athugasemdir
Já spennan er mikil þarna ,og hefur verið mjög umdeild þarna i kosning ,alvega siðastu tveimur/eg hefi verið þarna í þessu sólskinsriki Floridaí 6 Forsetakosningar /og hefi mikin áhuga/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 30.1.2008 kl. 01:24
ég hef það á tilfinningunni að romney muni vinna florida en mjög naumt eins og gefur að skilja...mcain að sjálfsögðu númer 2..allavega vona að romney vinni þar sem þá yrði baráttan ennþá meira spennandi ef mcain vinnu florida verður erfitt að stöðva hann.
steiner (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 01:52
Ég spái því að McCain verði frambjóðandi repúblikana. McCain er búinn að vinna Flórida og Giuliani er dottin út og mun lýsa yfir stuðningi á honum. Romney á varla möguleika ennþá nema hann nái mjög góðum sigri á Ofurþriðjudag. Án þess er hann búinn að vera.
Ingólfur, 30.1.2008 kl. 02:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.