Bankarán brúnkulitaða FM-hnakkans upplýst

Frá handtöku Það hefur aðallega verið hlegið að brúnkulitaða FM-hnakkanum Ásgeiri Hrafni Ólafssyni, sem framdi bankaránið í Lækjargötu í gær, enda var það sem betur fer svo illa skipulagt að hann ásamt vitorðsmönnum sínum voru allt að því gripnir með buxurnar á hælunum. Ásgeir Hrafn var reyndar gripinn eftir brúnkumeðferð og klippingu í Garðabæ. Verður hér eftir nefndur brúnkuræninginn sennilega.

Annars vantar Ásgeiri Hrafni ekki reynslu í ránum; hafandi bæði rænt 10-11 verslun og Select. En eitthvað hefur honum gengið illa í þessu ráni og löggan rakti slóð hans á aðeins örfáum klukkutímum og allt hafði verið upplýst fyrir síðdegið. Vel gert hjá lögreglunni.

Það er ekki nema von að gárungarnir segi að þetta rán sé best súmmerað með því að gefa því eina öxi.

mbl.is Bankaránið upplýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hálfvitar !!

Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 14:57

2 identicon

upp voru komnar athugasemdir a nokkrum bloggsíðum að bankaræninginn væri útlendingur með tilheyrandi úthrópunum um þá. mér finnst að þeir sem komu fram með svoleiðis athugasemdir megi skammast sín í ljósi þess að hér um ræðir alíslenskan ógæfustrák. fólk má aðeins venja sig á að hugsa áður en fingurnir fá æðiskast á lyklaborðinu.

thora gunnarsdottir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 11:56

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Algjörlega sammála þér Þóra. Dómharka sumra fór yfir öll mörk í þessu máli, sérstaklega með því að dreifa ósönnum sögum, eins og með það að þetta væru útlendingar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.2.2008 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband