Kuldalegir vetrardagar

Það hefur verið vetrarríki á Norðausturlandi síðustu dagana. Það segir allt sem segja þarf þegar að maður verður að grafa sig í fönn til að eiga lífsvon og þegar að lítil stelpa er í lífshættu hér á Akureyri og fær yfir sig snjóhengu ofan af þakinu heima. Blessunarlega fór vel í báðum tilfellum, Guðs mildi sannarlega. Hér snjóaði og snjóaði á föstudag og laugardag og kuldinn var nístandi. Finnst ég í fyrsta skipti frá snjóárinu 1995 vera að upplifa alvöru vetur með kulda og fönn, fönn, fönn.

Þetta er allavega mesta vetrarríki sem ég hef upplifað síðan að ég flutti í Þórunnarstrætið fyrir fimm árum. Það var nóg að gera við að moka sig hreinlega út á laugardag og sunnudagurinn fór í að moka upp bílinn og stéttina hérna úti, svona svo að manni liði ekki eins og snjóhúsabúa hreinlega. Við höfum eiginlega ekki upplifað vetur með stóru vaffi síðasta áratuginn og verið ótrúlega heppin, eiginlega haft sælutíð að vetri miðað við það sem búast má við hér nyrst í Ballarhafinu.

Ætla samt að vona að það róist aðeins yfir þessu núna. Samt er þetta hressileg upplifun, kannski er betra að hafa vetur þegar að hann stendur samkvæmt tímatalinu og fá frekar brakandi gott sumar. Heiðarlegt mat. Það er allavega á við væna ískalda vatnsfötu að upplifa svona tíð með öllum kostum og göllum.

mbl.is Gróf sig í fönn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég var barn í Reykjavík fyrir 50. árum,, Upplifði ég heiminn afar stóran. Ford ´55 vörubíll var ferlíki. Mín minning er að allir vetur væru snjóavetur,,Sumir svakalegir,, Sennilega eitthvað í líkingu við það sem er að gerast nú á Akureyri,,Hvernig skyldu þeir sömu vetur þá hafa verið á Akureyri,? Það eru miklir öfgar í veðurkerfum jarðar, og margar ólíkar orsakirnar að mati sérfræðinga,, Um jólin var vitnað til greinar í blaðinu the Economist um ''Móðuharðindin'' Miklar hamfarir voru í jarðskorpunni á Íslandi um það leiti, og í nálægð við upptök þeirra hamfara er að ofan greinir,,En þær leiddu til ótímabærs dauðdaga milljóna manna um heim allan,, Já eins gott að fara varlega þessa dagana...

Bimbó (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband