Vinnusamar köngulær - pödduhræðslan fræga

Köngulær Mér hefur alla tíð verið meinilla við köngulær og þær verða ekki lífseigar í návist minni, svo mikið er víst. Það eru ansi margir sem kippast við þegar að köngulær eru annars vegar og þola ekki skordýr mjög vel. Sama má svosem segja um mig, þoli ekki mjög vel að hafa skordýr í kringum mig og ræðst til atlögu gegn þeim frekar hratt þegar að ég verð var við þær, en ekki er ég svosem hræddur við þær. Þó er alltaf eitthvað við köngulær sem verður þess valdandi að maður kippist aðeins við.

Ég hef séð ótrúlega margar kvikmyndir þar sem köngulær hafa komið við sögu og ekkert kippt mér svosem upp við það. Þó er ein mynd þar sem könguló tókst að kippa mér aðeins til og ég varð svona aðeins nervös. Það var Lord of the Rings: The Return of the King, hin margverðlaunaða óskarsverðlaunamynd og lokapunktur trílógíunnar ógleymanlegu. Þar er risaköngulóin Shalob svo sannarlega í stóru hlutverki um miðja myndina og eltingarleikur hennar við Fróða er bæði spennandi og nett ógnvekjandi, enda er köngulóin miskunnarlaus og vel úthugsuð.



Aðrar myndir um skordýr sem vekja alltaf tilfinningar eru t.d. The Giant Spider Invasion, Arachnophobia, Mimic (skelfilega spennandi skordýramynd - risapöddurnar gleymast ekki svo glatt), Them (nett scary :), Mothra (skáldleg og merkilega falleg innst inni), Eight Legged Freaks (þessi gleymist ekki fyrstu næturnar), Tarantula (nema hvað :), The Monster that Challenged the World (ekta skordýrakölt), Starship Troopers (sannarlega ekki gamanmynd), Tremors (gleymi henni aldrei hehe), The Deadly Mantis og The Wasp Women. Þær eru miklu fleiri en þessar koma fyrst upp í hugann. Slær þó enginn þeirra út Shalob í LOTR: ROTK held ég.

Skordýr eru hluti tilverunnar. Samt skelfa þær fólk, mismikið þó. Sumir leika sér að hræðslunni í nett pirrandi kvikmyndum, bækur hafa verið skrifaðar og heimildarþættir gerðir. Gleymi aldrei löngum þætt fyrir nokkrum árum þar sem Attenborough skannaði hugarheim köngulóanna. Ógleymanlegur þáttur. Sá maður er reyndar algjör snillingur en hann fór ansi nærri því að toppa sig í þeirri skordýraþáttaröð.

En sennilega fer aldrei hræðslan í huga fólks. Það er þó misjafnt hvernig fólk lifir með hræðslunni. Ráðlegg þeim sem eru verst haldnir fóbíunni að horfa alls ekki á fyrrnefndar myndir. Það gæti orðið svolítið nastý kvöldstund yfir þeim með popp og kók. Þá er nú betra að horfa frekar á góða pöddulausa spennumynd eða rómantískan sykursnúð, ekki satt??.

mbl.is Tarantúlan reyndi að flýja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Blessaður Stefán. Lord of the Rings köngulóin er eiginlega sú eina sem ég hef þolað.  Þessar litlu/stóru eru verstar finnst mér.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 18:31

2 Smámynd: Tiger

Ég er mikill töffari og kaldur kappi  en, ég er hræddur um að ég sé einn af þeim sem er gersamlega mein illa við kóngulær og önnur hvimleið skorkvikyndi.

Mín skoðun er sú að þessi blessuðu svokölluðu erlendu kvikyndi í öllum myndum, stærðum og útgáfum - eiga heima - heima hjá sér en ekki hérna á Íslandi. Vil ekki hugsa til þess að einhver - kannski ekki hættuleg - ljót og hræðandi kvikyndi setjist hér að.

Tiger, 5.2.2008 kl. 20:46

3 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Sæll Stefán. Ég verð nú að játa það að ég er ein þeirra sem "HATA" köngulær..en samt sem áður horfi ég á þessar myndir sem þú taldir upp(einhverjar þeirra) og Attenborough var gaman að horfa á .....eiginlega í flestu sem hann tók sér fyrir hendur...allir þættir og allar myndir með þessum kvikindum það glápi ég á eins og ég fái borgað fyrir það.......einfaldlega til að læra hvar og hvernig þær lifa........svo ég fari nú EKKI þangað

Mér finnst eins og  Tigercopper að þær eigi að vera heima hjá sér.

Ásta Björk Hermannsdóttir, 6.2.2008 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband