Hvað vakir fyrir Össuri með skrifunum um Gísla?

Össur Skarphéðinsson Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, varð sér til skammar með lágkúrulegum og nauðaómerkilegum næturskrifum um Gísla Martein Baldursson, borgarfulltrúa, á bloggsíðu sína. Það er ekki nema von að spurt sé hvað vaki fyrir Össuri með þessum skrifum. Þau ganga lengra en allt sem eðlilegt telst og lágmark að hann skýri þau.

Össur vildi ekki kommenta á þessi næturskrif í kvöldfréttum Sjónvarps, en hann sást þó í sama fréttatíma borðandi góðgæti við setningu Food and fun-hátíðarinnar, þó mjög þungt hugsi. Málið var rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins. Árás með þessu tagi á kjörinn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá ráðherra samstarfsflokks hans er eðlilega metin alvarlega og eðlilegt að ráðherrann svari fyrir sig.

Mér finnst þessi skrif ekki lyfta stjórnmálabaráttunni upp á hærra plan og vona að það sé ekki það sem koma skuli að ráðist sé svo ómálefnalega að fólki. Það er eitt að vera ósammála einhverjum um eitthvað en þessi skrif Össurar lykta af einhverju öðru. Það verður hann að skýra út ítarlega, svona ómerkileg skrif og hnífakast undir rósrauðri kratarós er Össuri og Samfylkingunni til skammar.

mbl.is Pistill Össurar ræddur á þingflokksfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ölið skerðir dómgreind.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.2.2008 kl. 21:08

2 identicon

Sæll frændi. Ég hef nú bara aldrei lesið annað eins. Ég held að maðurinn líði af miklu ofsóknarbrjálæði eða tiktúrum illa farins alkahólista nema að hvorttveggja sé. Hvað yrði sagt ef ráðherra sjálfstæðisflokksins skrifaði svona um mótherjana. Ég held sannast að segja að manninum sé ekki sjálfrátt. Að maður skuli hafa stutt hann. Dauðskammast mín. But I did see the light. Þetta á eftir að draga dilk á eftir sér. Þvílíkt. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 21:18

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Heldur betur, Heimir.

Takk fyrir kveðjuna frændi. Tek undir hvert orð.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.2.2008 kl. 21:20

4 identicon

"Árás með þessu tagi á kjörinn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá ráðherra samstarfsflokks hans er eðlilega metin alvarlega og eðlilegt að ráðherrann svari fyrir sig," segir í greininni - en nokkru framar að þetta séu nauðaómerkileg næturskrif. Er ekki mótsögn í þessu!!! Varla væri þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sestur á rökstóla, ef skrifin væru ómerkileg og léttvæg fundin. Hitt er annað að Össur mætti, svona almennt talað, stundum telja upp að tíu, áður en hann lætur skrif sín gossa út á vefinn - útbreiddasta fjölmiðil veraldar!

Góðar kveðjur norður,

Sigurður Bogi Sævarsson.

Kv.

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 22:10

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er í raun sorglegt.  Veit ekki hvað vakir fyrir Össuri, held að dómgreindarskortur sé þarna á ferð og það er ekki gott að hafa ráðherra sem er illa haldinn af dómgreindarskorti.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 22:43

6 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Ætli Össur eigi ekki bara erfitt með svefn!  Hann hefur áður skrifað svona pistla á nóttunni. 

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 20.2.2008 kl. 22:51

7 identicon

Ég verð að viðurkenna að mér hálf blöskraði við lesturinn og samt er ég enginn áhugamaður um vegferð Gísla Marteins í pólitík, maðurinn hlýtur að hafa verið fullur, eða ég veit ekki hvað. Þetta er líka ein af ástæðum þess að ég kaus frekar Ingibjörgu í formannskjöri Samfylkingarinnar, frekar en Össur. Maður getur bara ekki treyst svona manni. Helst hefði ég viljað að hann hefði dregið sig í hlé eftir formannsslaginn.

Valsól (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 22:54

8 Smámynd: haraldurhar

Tek undir það að Össur var nokkuð stóryrtur í grein sinni, og hefði mátt fara sér hægar, en fjalllaði hún ekki um það, sem við okkur öllum blasir, óeining og trúnaðarbrestur á millum kjörinna borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, er haldið hefur Vilhjálmi í úlfakreppu síðustu daga.

haraldurhar, 20.2.2008 kl. 23:49

9 Smámynd: Hilmar Guðmundsson

Ég er bara þokkalega sáttur við Össur þarna og gerist það nú ekki oft.

Hilmar Guðmundsson, 21.2.2008 kl. 00:05

10 identicon

Sæll aftur frændi, margar góðar athugasemdir, strikaði fótur um þá síðustu, vonandi ertu að gera grín Hilmar. Ef ekki er ég hræddum að þú þjásit af einhverju svipuðu og Össur. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 00:23

11 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Sæll Stefán.

Þetta er auðvitað mögnuð færsla á mögnuðum tíma hjá iðnaðarráðherranum um Gísla Martein Baldursson. Það sem Össur er að segja í þessum skrifum er sumpart alveg rétt hjá honum þannig séð, að Gísli Marteinn hafi reynt að bola Vilhjálmi út úr oddvitasætinu. Með þessu framferði hefur Gísli Marteinn eflaust leikið sína síðustu leiki á taflborði stjórnmálanna finnst manni. Við sjáum allavega til með það.

Það er alveg hægt að setja fram svona hugleiðingar á annan hátt en Össur gerir í þessari færslu sinni. Það er ekkert mál að skrifa aðeins penna um nákvæmlega sama hugsanagang.

Ég er að mörgu leyti sammála því sem stendur í bloggfærslu Össurar, en hvernig orðunum er raðað og hvernig málfarið er, er auðvitað háttvirtum Iðnaðarráðherra til algjörra vansa! 

Sveinn Arnarsson, 21.2.2008 kl. 02:28

12 Smámynd: Ingólfur

Segðu okkur Stebbi. Heldur þú að Gísli Marteinn eigi bjarta framtíð fyrir sér í pólitík eftir þennan vetur? Trúir þú því að hann eigi möguleika á að vera leiðtogi Sjálfstæðismanna í Reykjavík og jafnvel frama í landsmálunum?

Hitt er svo kannski annað mál að það er óþarfi að sparka í mann sem "liggur í pólitísku blóði sínu" 

Ingólfur, 21.2.2008 kl. 03:42

13 identicon

Það má nú segja um Össur að honum eru stundum afar mislagðar hendur í þessum næturbloggum sínum.

Í þetta skiptið var orðfærið a.m.k ekki beint til fyrirmyndar.

Það breytir hins vegar ekki því að spurningar hafa vaknað.

Hinn almenni kjósandi og stuðningsmenn Sjálfstæðiflokksins í Reykjavík vilja vita, eru hjaðningavíg að verða hluti af valdabrölti meðal fulltrúa okkar? Eiga þeir ekki fremur að vera að  sinna því starfi sem þeir voru kosnir til í lýðræðislegu kjöri? 

Í bloggi sem þú skrifaðir 25.1.2008  um ástandið í framsóknarflokknum voru margir góðir punktar um það hvernig innabúðarátök og valdabrölt geta valdið hruni í tiltrú kjósenda á flokk og menn.

Vera má að Össur hafi nú þrátt fyrir allt, hitt hálfan naglan á höfuðið?

Við þessu þurfa kjósendur Sjálfstæðiflokksins í Reykjavík að fá skýr svör. 

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 08:48

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

þessi grein össurar um gísla martein er langt yfir strikið og er össuri til mikillar minkunnar - össur er ráðherra í ríksstjórn íslands og verður að haga sér í samræmi við það

Óðinn Þórisson, 21.2.2008 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband