Gott framtak hjá Bubba og Geir

Bubbi og Geir Mér finnst það glæsilegt framtak hjá Bubba Morthens að boða til tónleika sem mæla á móti fordómum gegn útlendingum, sem hafa grasserað að undanförnu og sést t.d. á vefsíðum. Það styrkir baráttuna að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, skuli veita stuðning sinn með því að taka lagið á tónleikunum.

Það er full þörf á að ræða málefni innflytjenda, en það verður þó að gerast án fordóma og kuldalegra orða í garð eins tiltekins hóps, eins og sést hefur í garð Pólverja að undanförnu. Það er ekki þörf á fordómafullri umræðu og eðlilegt að tala gegn henni. Forsætisráðherrann á hrós skilið fyrir framlag sitt.

mbl.is Sungið gegn fordómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Já, ég styð það heilshugar að engin þörf er á fordómafullum orðum eða hugsunum þegar fólk af erlendu bergi gerir sig heimakomið hérna á klakanum. Fordómafullt fólk ætti kannski að hugsa sig um, hvað myndi gerast með mörg heilu fyrirtækin í landinu ef allir útlendingar myndu allt í einu hverfa? Mörg fyrirtæki færu á hausinn og skattatekjur myndu stórlækka ásamt því að við myndum verða svo leiðinlega einsleit sem frekast getur hugsast.

 

Þekki nokkra Pólverja sem hver og einn er til mikilla fyrirmyndar, vinnusamir og mjög skemmtilegir. Þeir sem ég þekki eru líka stálheiðarlegir svo umræðan um að Pólverjar séu hyski upp til hópa á enga stoð í raunveruleikanum og slíkt umræða er skaðsöm ungdómi nýtímans. Ölum ekki á hatri heldur virðingu, skilning og vinskap. Við töpum ekki á því, svo mikið er víst.

  Takk fyrir mig, takk fyrir allt.

Tiger, 21.2.2008 kl. 03:05

2 identicon

æ vertu ekki svona væminn !  Geir þarf ,,goodwill fyrir flokkinn og Bubbi meiri plötusölu!  Fórst þú ?

Helga (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 04:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband