Hversu mikið mun Vilhjálmur Þ. skaða flokkinn?

Vilhjálmur Þ. VilhjálmssonÞað hefur nú verið allt að því staðfest í fjölmiðlum að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ætlar sér að leiða flokkinn í Reykjavík áfram þrátt fyrir lítinn stuðning í könnunum og veika stöðu. Ég skrifaði pistil um ákvörðun Vilhjálms í dag og fór þar yfir skoðun mína. Fannst heiðarlegt að tjá mig hreint út um þau mál, enda tel ég það ekki til þess fallið að styrkja flokkinn að Vilhjálmur haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Það sem skiptir þó mestu máli er að fram komi hvort Vilhjálmur Þ. ætli sér að vera borgarstjóri aftur. Mér finnst það hið versta af öllu að hann leiði flokkinn sem borgarstjóri síðasta árið fyrir kosningar, sérstaklega ef hann ætlar sér ekki að fara í framboð aftur. Finnst það mjög ólíklegt að það verði niðurstaðan að Vilhjálmur verði borgarstjóri aftur. Öll staða málsins lyktar af því að verið sé að geyma borgarstjórastöðuna og það eigi að koma öðrum í hana en kjörnum fulltrúa úr borgarstjórnarflokknum. Ljótt er ef satt er.

Mér finnst öll staða Vilhjálms ekki traustvekjandi og sterk og finnst það satt best að segja fjarstæðukennt að hann verði borgarstjóri að nýju. Það er ekki nema von að spurt sé hvernig hann ætli sér að ná trausti aftur, miðað við könnun sem sýnir hann innan við tíu prósenta stuðning borgarbúa og rétt rúmlega það meðal sjálfstæðismanna í borginni. Það þarf engan pólitískan sérfræðing til að segja sér að Vilhjálmur er ekki lengur sá sterki leiðtogi sem hann var eftir prófkjörið 2005 og kosningarnar 2006. Þar hefur allt breyst.

Það er fjarri því að hugsað sé um heill og hag Sjálfstæðisflokksins með þessari ákvörðun. Mér finnst hún afleit og ekki til sóma fyrir þá sem ráða för í Reykjavík. Þar virðast hagsmunir eins manns ganga fyrir öllu öðru.


mbl.is Vilhjálmur ætlar að sitja áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Er þetta ekki bara frábært?!!!...vona að hann ætli sér borgarstjóraembættið líka....Hann er að lesa stöðuna svo vitlaust að það líður langur tími þar til Sjálfstæðisflokkurinn fær sér, og ekki ætla ég að syrgja það!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.2.2008 kl. 20:25

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef kommentað áður, man ekki hvar, að hann mundi hætta eftir 2 mán. á öðrum forsendum þannig að hann rétti pínu úr kútnum. Mín skoðun. Sjáum til og kær kveðja norður.  Eigðu góða helgi með fjölskyldunni.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 20:34

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Þetta er athyglisverð kenning um að Villi sé orðinn z-hitari fyrir einhvern annann. Hver ætli það geti verið? Davíð Oddson!!

Gunnar Skúli Ármannsson, 22.2.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband