Vilhjálmur Þ. ætlar að halda áfram sem leiðtogi

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Sögusagnir herma að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hafi tekið þá ákvörðun að sitja áfram sem leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og borgarfulltrúi. Sú ákvörðun er mjög áhættusöm fyrir flokkinn á landsvísu en ekki Vilhjálm, sem samkvæmt könnunum er rúinn öllu trausti og orðinn pólitískt landlaus í raun enda ætlar ekki aftur í kosningar.

Mér finnst það virðingarvert að Vilhjálmur hafi loks tekið ákvörðun og virt í þeim efnum tímarammann sem Geir H. Haarde, forsætisráðherra, valdi handa honum í viðtalinu hjá Agli um daginn. Það virðist þó vera að í þeim efnum hugsi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson frekar um eigin heill og hag en það sem best er fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það á að vera skylda allra þeirra sem gegna trúnaðarstörfum fyrir flokkinn að hugsa fyrst og fremst um það sem kemur honum best.

Ég hef tjáð mig tæpitungulaust um stöðu Vilhjálms Þ. og pólitísku stöðuna sem blasir við Sjálfstæðisflokknum vegna þess klúðurs sem varð á vakt Vilhjálms í höfuðvígi hans. Það eru mistök sem er ekki nóg að biðjast afsökunar á, heldur þarf í þeim efnum að axla ábyrgð. Það er öllum ljóst að staða mála er með þeim hætti að flokkurinn á landsvísu hefur skaðast af þessu klúðri í borginni og er eiginlega ábyrgðarhluti að ekki hafi verið tekið á því af alvöru, eftir fíaskó-blaðamannafundinn fyrir rúmri viku.

Vilhjálmur tekur engar persónulegar áhættur með þessari ákvörðun, en þess í stað áhættur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann er og verður táknmynd REI-klúðursins úr því sem komið er og áminning um lélega forystu sjálfstæðismanna í borgarmálunum eftir að R-listinn var gerður upp. Í þeim efnum verður engu breytt. Áhættan gæti orðið mikil fyrir flokkinn en ekki mann sem er á útleið úr pólitík, rúinn trausti hjá flokksmönnum og borgarbúum samkvæmt könnunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Villi virðist bara spá í hvað fjölskylda hans segir.. og svo náttlega dabbi meintur kóngur íslands.
En gott mál að xD er ekki að skilja dæmið og fórnar sjálfum sér fyrir Villa og jafnvel Gisla.. menn innan xD eru jú mikilvægari en borgin eða bara þjóðin :)

DoctorE (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 15:06

2 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Ég hélt að Villa væri öllum lokið. Hann er pólitísk slysagildra fyrir borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna. Hann er eins og Emil í Kattholti, vildi vel, en allt fór alltaf úskeiðis.

Í Alvöru talað! 

Ólafur Þór Gunnarsson, 22.2.2008 kl. 15:23

3 identicon

Ég held að þú reynist sannspár (get eiginlega ekki sagt því miður  ) burtsé í hvaða flokki viðkomandi er hann á alltaf að taka flokkshagsmuni fram yfir persónulega. En ertu með þetta nánast staðfest? Ótrúlegt.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 15:47

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fagna því ef rétt reynist með Vilhjálm Þórmund.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.2.2008 kl. 16:07

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

úfff barasta. Ætlar Villi að ganga frá öllu? Ætlar hann að búa svo um hnútana að þegar hann fer þá skilji hann flokkinn, bæði í borginni og á landsvísu, sem sviðna eyðimörk? Að mínu mati, það er að segja ef þetta er virkilega hans afstaða, þá ættu borgarfulltrúarsjálfstæðisflokksins að segja sig frá þessum meirihluta.

Fannar frá Rifi, 22.2.2008 kl. 16:20

6 identicon

Gott hjá honum...

DI (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 17:54

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður verður nú að skoða þetta nánar,það getur verið að villi hafi gert eitthvað rangt og það hafa svo margir Poltikusar  og embættismenn gert að það!!!! væri efni i heila bók,mikið meir mistök ef eitthvað er/Ef flokkurinn okkar þolir þetta ekki er hann ekki á vetur setjandi/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 22.2.2008 kl. 18:04

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

ef þetta er rétt þá er hann að taka ákvörðun sem byggir eingöngu á hans hagsmunum en ekki hagsmunum flokksins

Óðinn Þórisson, 22.2.2008 kl. 18:12

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Fagna því ef rétt reynist með Vilhjálm Þórmund."

Tek undir þetta með þér frændi. (Kannski ekki af sömu hvötum.) 

Árni Gunnarsson, 22.2.2008 kl. 18:18

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin og hugleiðingarnar um þetta. Hvað mig varðar vil ég tala hreint út og geri það hiklaust. Það er ekki svo að ég verji forystumenn innan flokksins út í rauðan dauðann telji ég það rangt. Það er mjög einfalt mál.

Gísli: Heyrði þetta fyrst eftir hádegið og þá frá mjög öruggri heimild. dv.is hafði reyndar fjallað um þetta líka áður en Stöð 2 kom með fréttina, en ég hafði trausta heimild fyrir þessu áður en þetta var sett hér inn.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.2.2008 kl. 19:58

11 Smámynd: Ingólfur

Ég held að Vilhjálmur sé ekki bara að hugsa um eigin hagsmuni, heldur einnig valdaklíkunnar sem einu sinni réði öllu í SJálfstæðisflokknum en er nú að missa völdin smátt og smátt.

Núna á að leggja framtíð flokksins í borginni að hættu til þess að koma í veg fyrir að Hanna Birna verði borgarstjóri, því þá á GMB engan séns í prófkjöri á móti henni.

Er þetta ekki bara vaninn þarna hjá þeim?

Ingólfur, 22.2.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband