Blessað barnalán?

Flestum þykir nógu erfitt fyrir ungar stelpur að eiga eitt barn áður en átján ára aldri er náð og tala um hversu mikið líf þeirra breytist. Það virkar svei mér þá smámál þegar að fjallað er um þessa ungu stelpu í Argentínu sem hefur eignast sjö börn sextán ára gömul og hefur eignast svo stóra fjölskyldu að hlýtur að vera meira en nóg verkefni fyrir hvaða konu sem er, jafnvel eldri, þar sem ekki lengur tíðkast orðið að eiga meira en vísitölufjölskyldueiningu.

Það væri áhugavert að heyra hvernig umræðan væri hér heima ef stelpa á þessum aldri ætti sjö börn áður en lögaldri er náð. Það væri sennilega víða hneykslun í þeirri stöðu, enda ekki undarlegt að þetta veki heimsathygli. En það er sem betur fer margt ólíkt með Argentínu og Íslandi í þessum efnum, sem og öðrum.

mbl.is Unglingsstúlka eignast aftur þríbura
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband