Coen-kvöld í Hollywood - evrópskur leiksigur

Coen-bræður fagna Þetta var yndisleg nótt fyrir kvikmyndafíklana.... einkum aðdáendur Coen-bræðra, Joel og Ethan. Þeir hlutu loksins leikstjóraóskarinn og kvikmyndin No Country for Old Men var valin besta kvikmynd ársins 2007. Eftir þessu hafði verið beðið lengi svo sannarlega í kvikmyndabransanum. En það var svo sannarlega gaman að vaka yfir Óskarnum, met þetta ekkert síður en kosninganæturnar. Ég er það mikill kvikmyndafíkill að ég fíla þetta alveg í botn.

Margt fór eftir bókinni í nótt, annað ekki. Sigur Marion Cotillard í aðalleikkonuflokknum var mjög verðskuldaður en margir höfðu talið að hún gæti myndi ekki geta sigrað Julie Christie. En hún kom, sá og sigraði. Tilda Swinton vann aukaleikkonuóskarinn mörgum að óvörum og sló við mörgum sterkum keppinautum um hnossið mikla. Sigur Daniels Day-Lewis og Javier Barden voru ekki óvæntir en ánægjulegir, enda stóðu þeir sig vel í rullum sínum.

En þetta var svo sannarlega kvöldið þeirra Coen-bræðra. Vel verðskuldað. Þetta var kvöld evrópskra leiksigra. Evrópskir leikarar tóku leikverðlaunin og mörkuðu sér sögulegan sess, þar sem enginn bandarískur leikari var verðlaunaður af akademíunni. Þetta var t.d. aðeins í þriðja skiptið sem leikari var verðlaunaður fyrir að leika á öðru tungumáli en ensku í kvikmynd, er Marion Cotillard vann fyrir La Vie en Rose.

Skrifaði nokkrar færslur gegnum nóttina og birti hér tengla á þær svo fólk geti lesið beint. Einnig bendi ég á óskarsspána mína frá í gærkvöldi.


mbl.is Coen bræður sigursælir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Snildar útekt á þessu hjá þér Friðrik,maður vakti ekki,en þetta er frábært að sjá þetta svona og lesa/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 25.2.2008 kl. 11:13

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir góð komment og fín orð um skrifin.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.2.2008 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband