Formaður víkur vegna vínveitinga nemendafélags

Mér finnst formaður nemendafélagsins í FVA á Akranesi gera hið rétta með því að víkja og taka ábyrgð á því að félagið veitti nemendum áfengi. Nemendafélög framhaldsskólanna eiga að gera eitthvað allt annað en kaupa áfengi til að gefa nemendum. Þar á að vera heilsteypt og vandað félagsstarf, þau eiga að standa fyrir áfengislausum samkomum og eiga að sýna gott fordæmi að hægt sé að skemmta sér áfengislaust allavega þegar að skólinn er annars vegar.

Það er aldrei hægt að koma í veg fyrir unglingadrykkju, en þeir sem stýra nemendafélögunum eiga að vera fyrirmyndir að því leyti að geta haldið skemmtanir eða farið í skólaferðir án þess að áfengi sé þar í aðalhlutverki. Þetta er ekki til fyrirmyndar og því er það rétt hjá formanninum að taka ábyrgðina og víkja. Það er eðlilegt að skólayfirvöld vilji tryggja að nemendafélögin hafi á sig aðra ímynd en vera að veita áfengi.

Þessi strákur sem leiddi nemendafélagið er allavega maður að meiri að taka ábyrgðina á sig með þessum hætti og segja af sér. Það er mannlegt að gera mistök en það verður að tryggja að nemendafélögin séu á hærri standard en svo að standa fyrir nemendafylleríi.


mbl.is Sagði af sér formennsku að beiðni skólameistara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, það er skiljanlegt að skólinn vilji ekki sjá svona. Þetta er auðvitað algjörlega til skammar, enda eiga nemendafélögin að vera yfir svona fyllerí hafin. Veit ekki hversu mikill þrýstingur var á þennan strák en hann allavega sagði af sér og tók ábyrgðina. Það er gott statement í sjálfur sér. Honum varð á og varð að taka afleiðingum þess. Þetta eru góð skilaboð til annarra nemendafélaga allavega, einkum um að passa sig að stýra nemendafélögum af skynsemi.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.2.2008 kl. 00:51

2 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Það eru breyttir tímar. Fyrir 5 árum hefði þetta örugglega farið aðeins öðruvísi, enda var gullna reglan þannig að ef þú náðir að labba inn á skólaball komstu inn, ef þú þurftir hjálp eða skreiðst inn fékkst að dúsa úti.

Hinsvegar er ég alveg sammála þessu. Formaðurinn ber ábygrð, hvort sem það var hann eða einhver annar aðilli í nemendafélaginu sem stóð fyrir þessu.

Tók þó eftir að eftir sem árin liðu og 89, 90 og 91 árgerðin kom í framhaldsskóla hefur slagsmál og vandræðin á böllum stóraukist, eða frá árinu 2005.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 27.2.2008 kl. 10:28

3 identicon

Skólaskemmtanir framhaldsskólanna hér á Akureyri eru til fyrirmyndar en það þarf samt alltaf að standa vaktina. Hér axlaði ungur maður ábyrgð.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 10:35

4 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Þetta ætti allavega að vera til fyrirmyndar hjá stjórnmálamönnum. Hins vegar virðast fáir þeirra tilbúnir til að axla ábyrgð eins og þessi unglingur.

Guðmundur Auðunsson, 27.2.2008 kl. 11:19

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Erum greinilega allir sammála um hvernig þetta eigi að vera. Það er aldrei hægt að koma algjörlega í veg fyrir unglingadrykkju, sérstaklega þegar að þess eru dæmi að foreldrar kaupi búsið handa börnunum, en það er afleitt að nemendafélögin séu að hella áfengi í nemendur á skemmtunum. Það er gott að það var tekið á þessu máli. Þessi strákur er maður að meiri að fara frá, hvort sem honum var ýtt í afsögn eður ei.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.2.2008 kl. 13:30

6 Smámynd: Björn Kr. Bragason

Þetta er þó enginn nýr ósiður að nemendafélögin útvegi fólki undir aldri áfengi. Fyrir mörgum árum síðan átti ég það til að mæta fyrir hönd skólans míns í gæslu á böllum annarra skóla og útvegaði gæslustjórinn okkur óbreytta gæslufólkinu kippu af bjór á kjaft að launum fyrir hvert skipti, án efa á kostnað nemendafélags skólans. Þó var ég aðeins 18 ára gamall, og gæslustjórinn 19. Lítur kannski lítið eitt sakleysislegar út að lauma að okkur áfengi sem við drukkum síðar í einrúmi, en ekki meðan við vorum í ferð á vegum nemendafélagsins, en lögbrot var það samt sem áður.

Björn Kr. Bragason, 27.2.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband