Gaukur áfrýjar bloggdómi til Hæstaréttar

Ómar R. Valdimarsson Það er nær öruggt að Gaukur Úlfarsson mun áfrýja tímamótadómi sem setur ramma utan um bloggskrif, þar sem ummæli hans um Ómar Valdimarsson voru dæmd dauð og ómerk. Mér finnst það eiginlega mikilvægt að þessi dómur fari fyrir Hæstarétt og þar komi annaðhvort staðfesting á þessari sýn héraðsdóms eða henni verði algjörlega hnekkt.

Það er eiginlega varla komið alvöru fordæmi um niðurstöðu í dómum um bloggskrif nema að Hæstiréttur felli úrskurð í málinu. Það er því vonandi að Gaukur áfrýji og farið verði með málið alla leið í réttarkerfinu hérna heima. Mér finnst reyndar ákjósanlegt að það sé ljóst hvað megi og megi ekki. Fari svo að Ómar vinni í Hæstarétti er enda kominn upp viss siðferðisrammi yfir það sem skrifað er á netinu, einkum í bloggheimum, um persónur og eitthvað fordæmi um hvernig slík mál fara.

Mér fannst reyndar Gaukur ganga mjög langt í orðavali sínu og skil vel að Ómar hafi ekki viljað sitja undir slíkum nafngiftum og hann fékk í skrifum Gauks. En það eru ekki allir sem nenna að eltast við slík skrif um sig, enda held ég að mjög margir hafi lent í einhvers konar skítkasti og leiðindum í bloggheimum. En þess þá betra er að setja upp ramma um hvernig skrifa skal í bloggheimum og ágætt að til staðar sé dómur sem hægt er að vitna í þegar að deilt er um bloggskrif, hvernig svo sem þau eru og hversu slæmt skítkastið verður.

Ég hef bloggað í mörg ár og eiginlega finnst mér merkilegt hvað svona dómur kemur seint hérna heima þar sem bloggið er til umfjöllunar. Það eru orðnar mjög margar bloggsíðurnar hér heima sem eru virkar og bloggbólan er fjarri því sprungin, eins og svo margir hafa spáð árum saman. Því er það til hins góða að svona mál fari fyrir dómstóla og þessi umræða um skítkast í bloggheimum fari í dómssali en verði ekki bara virk í netpælingum.

mbl.is Dómi líklega áfrýjað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Það er alltaf skrítið að sjá hve margir telja það vera sér til framdráttar að vera með skít og skammir út í allt og alla. Gott eins og þú segir að setja ramma utan um svona lagað svo ekki fari á milli mála hvað má og hvað ekki sé æskilegt í bloggheimum. Skítkast ætti ekki að líðast allavega að mínu mati.

Tiger, 26.2.2008 kl. 18:06

2 identicon

Ég vil bara taka eftirfarandi fram varðandi Ómar:

A. „Aðal Rasisti Bloggheima“

B. „Nú hef ég fundið einn til, svæsnari en hinir lagðir saman, talsmann Impregilo á Íslandi ...“

C. „Ég mæli því með því að þið ágæta fólk látið í ykkur heyra á kerfinu hans svo að útlendingahatur hans standi þar ekki óhaggað.“

Kveðja,

Jón Kristján (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 18:22

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæll Stafán. Mér finnast þessi orð Gauks ósmekkleg en of langt gengið að dæma hann fyrir þau. Tel að þetta sé allt of mikil takmörkun á tjáningarfelsinu.   Það má finna fjölmörg dæmi um annað eins á netinu og mjög vafasamt að dæma menn fyrir slíkt. 

2. apríl 2005 segir Egill Helgason á bloggi sínu að ef Bobby Fischer sé á móti gyðingdómi sé hann rasisti og líklega haldinn sjálfshatri !!!

Fann fleiri dæmi, sjá hér.

Þorsteinn Sverrisson, 26.2.2008 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband