Borgin á verk Kjarvals - fjölskyldukröfu hafnað

Jóhannes Kjarval Fjölskylda Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals hefur nú tapað baráttu sinni við Reykjavíkurborg fyrir því að fá málverk ættarföðurins aftur í sína vörslu. Nær allt ævistarf Jóhannesar hefur verið eign Reykjavíkurborgar frá árinu 1968. Hörð deila hefur verið á milli aðila um það hvort Jóhannes hafi gefið safnið með löglegum hætti og allt standist í þeim efnum. Fullyrðir fjölskylda listmálarans að andlegt ástand hans hafi verið með þeim hætti að hann hefði ekki verið með réttu ráði á þessum tíma sem um ræðir.

Eins og flestir vita er meginhluti verkanna geymdur á Kjarvalsstöðum, en safn borgarinnar var nefnt eftir Jóhannesi og er á Klambratúni í Reykjavík. Barátta Ingimundar og fjölskyldu hans er orðin mjög löng. Hef ég fylgst með henni nokkurn tíma, en á síðustu árum hefur Ingimundur verið virkur við að skrifa á spjallvefnum Málefnin, en þar skrifaði ég reglulega þar til að ég hætti því endanlega fyrir rúmu ári.

Niðurstaðan í dag er mjög lík niðurstöðu héraðsdóms í janúar 2007. Stór hluti niðurstöðunnar í dómnum í dag virðist enda, rétt eins og í héraðsdómi, byggður á orðum og ummælum Geirs Hallgrímssonar, fyrrum forsætisráðherra, sem var borgarstjóri í Reykjavík árið 1968 er samningurinn kom til sögunnar.

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu máli í kjölfarið. Ingimundur hefur barist árum saman fyrir því að fá yfirráð yfir listasafni afa síns. Sú barátta er nú töpuð og fróðlegt að heyra viðbrögð Ingimundar við þessu.

mbl.is Dánarbú Kjarvals á ekki myndir Reykjavíkurborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Stefán. Ég veit að vísu takmarkað um málið en miðað við þau rök sem Ingimndur setti fram í heilsíðu auglýsingu sinni þá fannt mér hann hafa allt til síns máls. Hinsvegar undraðist ég þá af hverju hann taldi sig knúinn tl að auglýsa. Það hlyti að byggja á því að hann hefði ekki talið sig koma öllu til skila í réttinum. Hvað um það, að þrátt fyrir að við mælumst á gefnum toppi í spillingarleysi óttast ég að hver sá sem með málarekstri svipti "hið opinbera" um jafn stór verðmæti og hér um ræðir tapi málinu. Þegar horft er til baka á hvernig réturinn er skipaður þá er þetta því miður útkoman.

Konráð Eyjólfsson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 17:38

2 identicon

Já Stebbi. Þú ert á vissan hátt spegill þjóðarinnar. Með því að skrifa það sem þú heldur að valdið vilji  minnkar Ísland niður í nærri ekkert í  speglinum sem þú ert. Ekki  að það sé þetta lítið heldur að allt skreppur saman sem þið snertir.  Afi minn Jóhannes Kjarval var einn mesti listamaður Íslands, tilheyrir heiminum þó ég sé  kannski ekki rétti maðurinn til að dæma um það. Talandi um spegil, þá skrifar þú: “Sú barátta er nú töpuð og fróðlegt að heyra viðbrögð Ingimundar við þessu”. Sýnir  hve lítill heimur þinn er og þá valdsins sem þú skrifar fyrir. Furðulegt en satt Stebbi, veröldin teygir sig norður af Grímsey og jafnvel suður fyrir Vestamannaeyjar.  Þar fyrir utan er trúað á og tekin alvarlega orð  forfeðra okkar um að með lögum skuli landi byggja og ólögum eyða.  Ég trúi  að þessi dómur hæstaréttar muni koma aftur til Íslands, rífa ofan af sárunum og skafa af  gröftin , valdið sem er að misfara sjálfstæði þjóðarinnar með því að snúa stjórnsýslunni upp í fasískt kerfi sem hefur þann eina tilgang  að vernda sína eigin. Svo trúðu mér Stebbi þetta ekki búið enn, varla byrjað. Dómur hæstaréttar yndislegur vegna þess að hann sýnir án vafa að samsærið frá byrjun var alltaf að ræna mesta listamann þjóðarinnar. Og hvers vegna vildi valdið ræna  ástkærasta einstakling hennar. Einfalt , eins og manætan heldur að hún fá kraft þeirra sem hún étur, heldur valdið að list afa verði hluti af þvímeð því að stelið henni frá fjölskyldu minni.  Ingimundur Kjarval En eitt mátt þú eiga Stebbi, þú skrifar um málið meðan annað  fjölmiðlafólk þegir. Svo Þegar það kemur að hliðinu og lyklameistarinn tékkar í bókina og sér að þeir sögðu ekkert þegar málið var á döfinni  og þeir detta niður í það dýpsta meðan þú labbar beint inn. Þó hann hristi kannski höfuðið og segi að þetta hefði getað verið betra, þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur, þar fyrirgefst allt nema það sem blaðamenn gera ekki rétt.

Ingimundur Kjarval (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 03:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband