Íslensk fegurð klikkar aldrei

Það er alltaf gott að heyra þegar að íslensk fegurð er að gera það gott erlendis. Vonandi mun Ásdísi Rán takast að vinna þessa keppni, en það vantar ekki mikið þar á. Við ættum öll að leggja okkar að mörkum og styðja hana áfram til sigurs. Annars hefur verið deilt lengi um hvort keppa eigi í fegurð. Femínistar hafa verið mjög andvígir allrar keppni í fegurð og sagt það niðurlægjandi. Sérstaklega snýr sú gagnrýni að keppni í fegurð kvenna, en minna hefur farið fyrir gagnrýni á karlakeppnina.

Finnst þetta í góðu lagi, enda er það ákvörðun hvers og eins er fer í þessar keppnir að gera það. Út úr þessu hafa komið mörg góð tækifæri fyrir viðkomandi, sem er ánægjulegt í alla staði. Persónulega hef ég aldrei haft neitt á móti fegurðarsamkeppnum. Mér finnst að þetta sé val einstaklinganna sem taka þátt hvort þeir gera það eður ei. Þeir sem vilja keppa gegn öðrum með fegurð sinni eiga að hafa frelsi til þess.

mbl.is Ásdís Rán gæti unnið tugi milljóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, þær eru snotrar Ásdísar þessa lands. 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband