Ríkissaksóknari rannsakar meintar hleranir

Jón Baldvin

Bogi Nilsson, ríkissaksóknari, hefur nú ákveðið að fram muni fara rannsókn á meintum hlerunum á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra og formanns Alþýðuflokksins, og Árna Páls Árnasonar, prófkjörsframbjóðanda Samfylkingarinnar og fyrrum starfsmanns utanríkisráðuneytisins í tíð JBH á ráðherrastóli. Ekki kom annað til greina eftir ummæli og upplýsingar Jóns Baldvins og Árna Páls um meintar hleranir, sem átt höfðu að eiga sér stað fyrir rúmum áratug og hvorugur greindi frá á þeim tíma.

Það er mikilvægt að allar hliðar þessa máls liggi fyrir. Engar heimildir eru til aðrar en frá nafnleysingjum og það er óviðunandi að málið verði á sömu slóðum áfram og verið hefur. Það er mikilvægt að finna þessa nafnlausu menn og fá þá til að segja alla söguna og heyra þeirra hlið. Það er fyrir neðan allar hellur að umræðan verði áfram á því stigi að þar velli allt upp með kjaftasögum og ábendingum á menn sem enga slóð hafa. Það er ekki hægt að fá það fram nema með rannsókn og því vert að fagna því að hún fari nú fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband