Eldgamlar fréttatilkynningar í fréttum

Samfylkingin

Það hefur vakið athygli mína að nú fyrir og eftir helgina eru að birtast á fréttavefum fréttatilkynningar um framboð í væntanlegu prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Það er mjög merkilegt í ljósi þess að framboðsfrestur rann út 27. september sl. og þá lágu fyrir níu framboð. Það hefur því legið fyrir alllengi hverjir gefa kost og þá auðvitað í hvaða sæti. Merkilegast fannst mér að sjá fréttatilkynningar frá þeim sem gefa kost á sér í efstu sætin, einkum alþingismannanna Kristjáns L. Möllers og Einars Más Sigurðarsonar, sem fyrirfram ættu auðvitað að vera þekktustu frambjóðendurnir.

Þeir virðast þó þurfa að kynna sig tvisvar með fréttatilkynningu eins og óþekktir menn séu. Þetta er vissulega mjög athyglisvert. Það er alveg greinilegt að þetta gerist nú vegna þess að kjörskrá er að lokast. Um er að ræða póstkosningu sem fram fer og því lokast kjörskráin nú eftir helgina. Um er því greinilega áminningu um framboð. Finnst þetta merkilegt, enda hef ég ekki í langan tíma séð leiðtogaefni í prófkjöri senda frá sér margar fréttatilkynningar um framboð sitt. Þetta vakti allavega athygli mína og eflaust fleiri, enda er prófkjörið löngu ákveðið og framboðsfrestur lokaður fyrir þónokkru, þannig að ekki breytist mikið þar.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta prófkjör muni fara. Það eru fjórir sem gefa sig fram í fyrsta sætið. Þar er spennan mest milli Kristjáns L. Möllers og Benedikts Sigurðarsonar. Bæði Stjáni og Bensi hafa eytt talsverðum pening í slaginn. Stutt er síðan að Kristján opnaði heimasíðu sína og sendi vandaðan kosningabækling á öll heimili í kjördæminu. Bensi fór af stað af krafti með flenniauglýsingum og vef en minna hefur sést til leiðtogaefnanna Ragnheiðar Jónsdóttur og Örlygs Hnefils Jónssonar. Lára Stefánsdóttir er alkunnur bloggari og með þekktan vef.

Spennan verður talsverð þegar að talið verður þann 4. nóvember nk. Búast má við spennandi prófkjöri. Eins og staðan er núna verða möguleikar Kristjáns að teljast mestar á leiðtogastólnum, en allt getur gerst. Það eru bara tveir Austfirðingar í kjöri, sem vekur athygli, og telja spekingar miklar líkur á að þingmaðurinn Einar Már falli úr öruggu þingsæti. Það verður fróðlegt að sjá hvernig fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Er ekki allt í góðu að menn minni á framboð sitt ;)

Sveinn Arnarsson, 17.10.2006 kl. 13:11

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Jú, menn hafa hlutina auðvitað eins og þeir vilja bara. Mér fannst þetta aðallega skondið bara, allavega skemmtilegt að skrifa um svona á mánudegi. :)

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.10.2006 kl. 13:22

3 identicon

Ég minnist þess nú ekki að hafa séð fréttatilkynningu frá þessum mönnum sem þú nefnir að hafi sent út 2 fréttatilkynningar, þú kannski bendir okkur hinum á hvar þær fyrri er að finna en ég sá þessar sem voru sendar út í vikunni

Jónas (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 22:40

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Kristján Möller og Einar Már tilkynntu sig báðir skömmu fyrir kjördæmisþing Samfylkingarinnar í september og sendu þá út yfirlýsingu. Framboðsfrestur rann út 27. september og þá þegar var tilkynnt hverjir gæfu kost á sér og í hvaða sæti þeir stefndu á. Tilkynningar voru greinilega sendar út núna til að minna á framboðin, enda var kjörskrá að lokast formlega.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.10.2006 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband