25.3.2008 | 00:10
Mannaveiðar lofa góðu - leikið efni á dagskrá
Það var virkilega gaman að horfa á fyrsta þáttinn af Mannaveiðum, nýrri leikinni spennuþáttaröð, í Sjónvarpinu. Upphafið lofar góðu og vel er vandað til verka. Handritið er byggt á góðri spennusögu, þetta er fínt persónugallerí, myndatakan vönduð og tónlistin passar vel inn í stemmninguna. Leikurinn er svo algjörlega fyrsta flokks.
Mér fannst kynning á persónum mjög góð og sérstaklega stóð þar upp hversu vel starfssambandi þeirra Gunnars (Ólafs Darra) og Hinriks (Gísla Arnar) er lýst. Báðir standa sig súpervel - sérstaklega Ólafur Darri. Svo fannst mér lögreglufulltrúinn, leikin af Halldóru Björnsdóttur, ansi reffileg og stýra sínum hópi vel með orðum og skipunum með augnaráðinu einu. Það verður áhugavert hversu mikið verður skyggnst inn í brothætt einkalíf hennar og hvort hún sé jafnmikill einfari og margir lögreglufulltrúar, oftast nær karlkyns. Skemmtilegt að sjá konu fronta rannsóknahóp í morðmáli allavega.
Þorsteinn Gunnarsson er alveg virkilega fínn leikari og það var gaman að sjá hann eitt augnablik í hlutverki auðmannsins Ólafs sem mætir örlögum sínum á gæsaskytteríinu í Dölunum. Hann lék eins og flestir muna Holberg í Mýrinni og var þar drepinn líka. Mér finnst Þorsteinn einn af þessum leikurum sem er fágaður og vandar vel til sinna verka og hefur í raun sést of lítið. Það er greinilega að breytast með nýjum tækifærum í framleiðslu leikins efnis, en hann lék föður Láru í Pressunni fyrir nokkrum mánuðum. Margrét Helga, sem lék mömmu Gunnars, klikkar ekki heldur og er alltaf traust í sínu.
Fannst mjög skemmtilegt að sjá Gunnar Eyjólfsson, þarna í hlutverki bóndans sem missti jörðina sína og virkar bæði önugur og einbeittur. Sé einhvern veginn samt ekki týpuna Gunnar fyrir mér sem bónda á þessari jörð, en Gunnar er samt sem áður einn af bestu leikurum síðustu áratuga og í sérflokki. Verður gaman að sjá meira til hans í næstu þáttum. Svo má auðvitað ekki gleyma Hilmi Snæ sem kom vel út í hlutverki bissness-mannsins og hafði akkúrat réttu taktana í það hlutverk. Svo var Charlotte fín sem danski réttarmeinafræðingurinn.
Elva Ósk Ólafsdóttir er að gera góða hluti í hlutverki Katrínar, dóttur bóndans. Fannst reyndar fyndið að dóttir karakters Gunnars Eyjólfssonar héti Katrín, ef út í það er farið allavega, af skiljanlegum ástæðum. Elva Ósk er ein af þessum leikkonum sem aldrei klikkar og stendur sig vel. Hún var góð í kvikmynd Björns Brynjúlfs, Köld slóð, árið 2006, og átti þar góða takta og er ekki síðri þarna. Þórunn Lárusdóttir náði hinni syrgjandi ekkju mjög vel og grét mikið. Það verður gaman að vita hvort að tárin séu ekta er yfir lýkur eða algjör uppgerð.
Mannaveiðar boðar upphaf nýrra tíma hjá Sjónvarpinu, sem sumir kalla sjónvarp allra landsmanna á tyllidögum. Þar hefur íslenskt leikið efni varla sést og ekki heldur verið endursýnt gamalt klassaefni. Undir stjórn Páls og Þórhalls á greinilega að taka til hendinni, fara að endursýna eftir samning við leikara og framleiða nýtt efni. Það var umdeilt þegar að samið var við Björgólf Guðmundsson um framleiðslu leikins efnis. Leist vel á þann díl, enda munum við öll njóta vel þessa efnis og ekkert nema gott um það að segja.
Í vetur hefur Ríkissjónvarpið bætt sig svo eftir hefur verið tekið í dagskrárgerð en enn vantar talsvert upp á að leikið íslenskt efni sé meira áberandi á dagskrá Ríkissjónvarpsins. Á dagskrá Sjónvarpsins er fjöldi ágætra þátta en leikna efnið hefur setið á hakanum og ekki verið nógu stór hluti af sjónvarpsdagskránni. Hefur Stöð 2 sýnt vel með gerð Næturvaktarinnar og Pressu að fólk kallar á svona efni, en þeir þættir voru með því vinsælasta í imbakassanum í vetur - þetta er efni sem fólk vill sjá.
Enda hefur það sést vel með leiknu íslensku efni á borð við Undir sama þaki, Sigla himinfley, Heilsubælið í Gervahverfi, Fastir liðir eins og venjulega og Allir litir hafsins eru kaldir að þetta er efni sem vekur áhuga sjónvarpsáhorfenda. Það er kallað eftir meira af leiknu efni á skjánum. Ríkisstöðin hefur ekki verið í fararbroddi í þessum efnum. Eftir því hefur verið kallað til að hægt sé að réttlæta að ríkið reki sérstaka sjónvarpsstöð. Þar á megináhersla ekki að vera á erlent afþreyingarefni sem getur allt eins verið á einkareknu stöðvunum.
Þetta er því jákvætt skref og áhugaverðir tímar framundan tel ég hjá Ríkissjónvarpinu. Það er kominn tími til að ríkisstöðin standi undir nafni eigi að réttlæta tilvist ríkisrekins fjölmiðils á annað borð fyrir landsmönnum.
Mér fannst kynning á persónum mjög góð og sérstaklega stóð þar upp hversu vel starfssambandi þeirra Gunnars (Ólafs Darra) og Hinriks (Gísla Arnar) er lýst. Báðir standa sig súpervel - sérstaklega Ólafur Darri. Svo fannst mér lögreglufulltrúinn, leikin af Halldóru Björnsdóttur, ansi reffileg og stýra sínum hópi vel með orðum og skipunum með augnaráðinu einu. Það verður áhugavert hversu mikið verður skyggnst inn í brothætt einkalíf hennar og hvort hún sé jafnmikill einfari og margir lögreglufulltrúar, oftast nær karlkyns. Skemmtilegt að sjá konu fronta rannsóknahóp í morðmáli allavega.
Þorsteinn Gunnarsson er alveg virkilega fínn leikari og það var gaman að sjá hann eitt augnablik í hlutverki auðmannsins Ólafs sem mætir örlögum sínum á gæsaskytteríinu í Dölunum. Hann lék eins og flestir muna Holberg í Mýrinni og var þar drepinn líka. Mér finnst Þorsteinn einn af þessum leikurum sem er fágaður og vandar vel til sinna verka og hefur í raun sést of lítið. Það er greinilega að breytast með nýjum tækifærum í framleiðslu leikins efnis, en hann lék föður Láru í Pressunni fyrir nokkrum mánuðum. Margrét Helga, sem lék mömmu Gunnars, klikkar ekki heldur og er alltaf traust í sínu.
Fannst mjög skemmtilegt að sjá Gunnar Eyjólfsson, þarna í hlutverki bóndans sem missti jörðina sína og virkar bæði önugur og einbeittur. Sé einhvern veginn samt ekki týpuna Gunnar fyrir mér sem bónda á þessari jörð, en Gunnar er samt sem áður einn af bestu leikurum síðustu áratuga og í sérflokki. Verður gaman að sjá meira til hans í næstu þáttum. Svo má auðvitað ekki gleyma Hilmi Snæ sem kom vel út í hlutverki bissness-mannsins og hafði akkúrat réttu taktana í það hlutverk. Svo var Charlotte fín sem danski réttarmeinafræðingurinn.
Elva Ósk Ólafsdóttir er að gera góða hluti í hlutverki Katrínar, dóttur bóndans. Fannst reyndar fyndið að dóttir karakters Gunnars Eyjólfssonar héti Katrín, ef út í það er farið allavega, af skiljanlegum ástæðum. Elva Ósk er ein af þessum leikkonum sem aldrei klikkar og stendur sig vel. Hún var góð í kvikmynd Björns Brynjúlfs, Köld slóð, árið 2006, og átti þar góða takta og er ekki síðri þarna. Þórunn Lárusdóttir náði hinni syrgjandi ekkju mjög vel og grét mikið. Það verður gaman að vita hvort að tárin séu ekta er yfir lýkur eða algjör uppgerð.
Mannaveiðar boðar upphaf nýrra tíma hjá Sjónvarpinu, sem sumir kalla sjónvarp allra landsmanna á tyllidögum. Þar hefur íslenskt leikið efni varla sést og ekki heldur verið endursýnt gamalt klassaefni. Undir stjórn Páls og Þórhalls á greinilega að taka til hendinni, fara að endursýna eftir samning við leikara og framleiða nýtt efni. Það var umdeilt þegar að samið var við Björgólf Guðmundsson um framleiðslu leikins efnis. Leist vel á þann díl, enda munum við öll njóta vel þessa efnis og ekkert nema gott um það að segja.
Í vetur hefur Ríkissjónvarpið bætt sig svo eftir hefur verið tekið í dagskrárgerð en enn vantar talsvert upp á að leikið íslenskt efni sé meira áberandi á dagskrá Ríkissjónvarpsins. Á dagskrá Sjónvarpsins er fjöldi ágætra þátta en leikna efnið hefur setið á hakanum og ekki verið nógu stór hluti af sjónvarpsdagskránni. Hefur Stöð 2 sýnt vel með gerð Næturvaktarinnar og Pressu að fólk kallar á svona efni, en þeir þættir voru með því vinsælasta í imbakassanum í vetur - þetta er efni sem fólk vill sjá.
Enda hefur það sést vel með leiknu íslensku efni á borð við Undir sama þaki, Sigla himinfley, Heilsubælið í Gervahverfi, Fastir liðir eins og venjulega og Allir litir hafsins eru kaldir að þetta er efni sem vekur áhuga sjónvarpsáhorfenda. Það er kallað eftir meira af leiknu efni á skjánum. Ríkisstöðin hefur ekki verið í fararbroddi í þessum efnum. Eftir því hefur verið kallað til að hægt sé að réttlæta að ríkið reki sérstaka sjónvarpsstöð. Þar á megináhersla ekki að vera á erlent afþreyingarefni sem getur allt eins verið á einkareknu stöðvunum.
Þetta er því jákvætt skref og áhugaverðir tímar framundan tel ég hjá Ríkissjónvarpinu. Það er kominn tími til að ríkisstöðin standi undir nafni eigi að réttlæta tilvist ríkisrekins fjölmiðils á annað borð fyrir landsmönnum.
Athugasemdir
Fínn þáttur, þó fannst mér dálítið ankannalegt að sjá tæknimann/mienafræðing sem Charlotte leikur með sígarettuna í munninum yfir líkinu, það einhvernveginn bara passaði ekki.
Gísli Sigurðsson, 25.3.2008 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.