Seðlabankinn viðurkennir að forsendur brugðust

Davíð Oddsson Það blasti við fyrir viku að Seðlabankinn myndi hækka vextina strax að loknum páskunum. Enda vandséð hvað Seðlabankinn getur gert annað í þessari stöðu en brugðist við með þeim hætti. Í þessari ákvörðun felast þó að mínu mati önnur tíðindi og meiri en stýrivaxtahækkunin ein og sér.

Bankastjórnin viðurkennir í yfirlýsingu sinni að forsendur verðbólguspár sem fólu í sér þá pólitík að hafa stýrivextina óbreytta hafi verið mikil mistök - sú stefna hafi beðið skipbrot. Það er nokkuð um liðið síðan að það blasti reyndar við og tregða Seðlabankans til að taka af skarið kom sér illa.

Mestu skiptir að þau mistök séu viðurkennd og sveigt af leið. Það er ekkert annað í stöðunni en hækka vextina. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif þessi ákvörðun hafi. Það er þó gott að Seðlabankinn geri eitthvað og bæti um betur en ríkisstjórnin sem virðist algjörlega sofa á verðinum og hefur valdið vonbrigðum með því að gera nákvæmlega ekki neitt nema hika.

Það voru mikil vonbrigði þegar að Geir Haarde, forsætisráðherra, hélt blaðamannafund án tíðinda í síðustu viku. Einu tíðindin þaðan voru að Geir talaði úr púlti í skrifstofu forsætisráðherrans. Að öðru leyti var blaðamannafundurinn núlleraður og veikti stöðu Geirs sem leiðtoga. Ef menn geta ekki tekið á krísu eru þeir ekki sterkir leiðtogar.

mbl.is Stýrivextir hækka í 15%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna frændi. Hvar í ósköpunum endar þetta? Almenningur getur ekki endalaust tekið við þessum hækkunum, allt hækkar og þá sérstaklega lánin. Þetta er óhugnanleg þróun. Held að þessir stýrivextir hljóti að vera þeir hæstu í heiminum. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 11:11

2 Smámynd: GOLA RE 945

Ég er samála því, það eina sem hægt var að gera í stöðunni var að hækka stýrivexti. Vest er að fólk og fyrirtæki hætta ekki að taka neyslulán, þrátt fyrir vaxtahækkanir. Síðan er okurvöstum kent um þegar allt er að fara til helvítis.

það hefði mátt halda að Geir talaði frá öðrum heimi á fundinum um daginn. Virtist ekki hafa tekið eftir því að hér gæti verðbólga varið úr böndunum, væri ekkert að gert.

GOLA RE 945, 25.3.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband